Urðarfellsvirkjun
Útlit
Urðarfellsvirkjun | |
Stöðvarhús | |
Byggingarár | 2018 |
---|---|
Afl | 1100 kW |
Virkjað vatnsfall | Urðarfellslækur |
Fallhæð | 270 metrar |
Fjöldi hverfla | 1 |
Tegund hverfla | Pelton |
Aðrennslisgöng | 3.200 m |
Eigandi | Ferðaþjónustan Húsafelli |
Urðarfellsvirkjun er vatnsaflsvirkjun í Húsafelli sem hóf starfsemi 2018 og er í eigu Ferðaþjónustunnar Húsafelli. Virkjunin var tengd inn á almenna dreifikerfið 2018.
Vatnið kemur ofan af Urðarfelli þaðan sem því er veitt í rúmlega 3 kílómetra löng göng með 270 metra fallhæð ofan í virkjunina sjálfa.