Fara í innihald

Ur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ur
Ur

Ur var borgríki í Mesopotamiu. Fyrst er vitað að fólk hafi haft þar búsetu árið 3800 f.kr og var búið þar allt fram til ársins 500 f.kr. en þá byrjaði að myndast þar eyðimörk en eftir það finnast engar fornminjar sem sýna að íbúar hafi verið þar. Í dag standa þar eingöngu rústir af byggingum þess tíma þegar þar bjó fólk.

Í dag heitir landið þar sem Ur er Írak. Áður fyrr stóð borgin við ströndina en síðan þá hefur strönd Persaflóa færst og eru rústirnar nú 16 kílómetrum frá borginni Nasiriyah. [1]

Borgin er nefnd eftir manni sem hét Ur, en hann er talinn hafa verið sá fyrsti sem settist þar að. Það er þó mjög umdeilt hvaðan nafnið kemur.

Fólkið sem bjó í Ur er talið hafa verið efnamikið og haft það  etra heldur en fólk sem bjó í bæjunum í kring. Alveg frá upphafi var Ur mikil verslunarborg.[2]

Í dag er verið að reyna að gera fornu borgina að ferðamannastað þannig að fólk geti komið og skoðað það sem enn er eftir af borginni. Það var bandaríski herinn sem byrjaði á því verkefni í maí 2009. Síðan þá hafa góðgerðarsamtök verið að vinna að því að vernda Ur meðal annars frá stríðsátökum.

Um tíma var Ur höfuðborg suður Mesopotamiu en það var á tuttugustu og fimmtu öld fyrir krist. Margir kóngar og margar drottningar voru jörðuð í Ur með gersemum sínum þar á meðal gulli, silfri, bronsi, og eðalsteinum. Það er eitt af mörgum vísbendingum um það að fólkið sem bjó þar, hafði verið mjög auðugt. Síðasti kóngurinn sem byggði í borginni var kóngur að nafni Cyrus. Hann byggði þessa byggingu fyrir guðina sem hann trúði á, en ekki er vitað hvaða guðir það voru. [3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.