Fara í innihald

Up Helly Aa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jarlinn svokallaði. Jarlinn hefur ólíka persónu úr Íslendingasögum á hverju ári, en hér leikir hann Hrafna-Flóka.

Up Helly Aa er hátíð sem haldin er árlega í Hjaltlandseyjum í Skotlandi. Hátíðin er yfirleitt haldin til að fagna jólalokum, og það er ganga í miðbæ Leirvíkur sem þúsundir áhugaleikara taka þátt í síðasta þriðjudaginn í janúar. Haldið er upp á hátíðina í smærri bæjum og þorpum en göngurnar þar eru töluvert fámennari. Í Leirvík mega konur og stelpur ekki taka þátt í göngunni, þrátt fyrir umræðu um að leyfa þátttöku þeirra árin 2018 og 2019.

Rekja má rætur hátíðarinnar til 19. aldar, þegar lið ungra manna áttu þá hefð að draga tunnur fylltar af brennandi tjöru í gegnum bæi og þorp og fremja hrekk. Vegna áhyggja um öryggi almennings og ölvunar voru slíkar tjörugöngur bannaðar upp úr 1880. Hátíðinni var svo breytt til að leggja áherslu á sögu Víkinga í eyjunum. Leyfi var gefið fyrir kyndilgöngu en sú fyrsta átti sér stað árið 1876. Fyrsta kyndilgangan á Up Helly Aa var 1881. Ári seinna var ákveðið að stækka hátíðina til að fagna komu Alfreðs, hertoga af Edinborg.

Snemmt á 20. öld var hlutverki jarls bætt við, en jarlinn leiðir gönguna. Jarlinn er tilnefndur af nefnd, en maður verður að sitja í nefndinni í 15 ár áður en maður getur leikið jarlinum. Eftir gönguna er langskip brennt, en þessa hefð má rekja til ársins 1889.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.