Fara í innihald

Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ungmennafélagið Hvöt
Fullt nafn Ungmennafélagið Hvöt
Gælunafn/nöfn Hvatarmenn
Stytt nafn Hvöt
Stofnað 1969
Leikvöllur Blönduósvöllur
Stærð 100 í sæti
Stjórnarformaður Vignir Björnsson
Knattspyrnustjóri Páll Einarsson
Deild 2. deild karla
Heimabúningur
Útibúningur

Ungmennafélagið Hvöt var stofnað 1924 og er staðsett á Blönduósi. Knattspyrna meistaraflokks hefur verið stunduð þar í tugi ára, mestmegnis hefur liðið spilað í neðstu deild Íslandsmótsins en árið 1987 komst liðið upp um deild í fyrsta skiptið þegar Hvöt varð 4. deildarmeistari, en sú gleði lifði einungis í eitt ár því liðið féll um deild jafnóðum árið eftir. Það var svo ekki fyrr en eftir 20 tilraunir eða árið 2007 að Hvöt komst aftur í 2. deild.

Heimaleikir Hvatar fara fram á Blönduósvelli sem er í hjarta bæjarins. Hvöt hefur að vísu ekki alltaf spilað sína heimaleiki á Blönduósi en í 1-2 ár lék það á Bakkakotsvelli, íþróttasvæði Vorboðans sem er skammt norður af Blönduósi við bæinn Bakkakot. Ástæðan fyrir þessu er að á Blönduósi var malarvöllur harður og Umf. Vorboðinn byggði upp íþróttasvæði sitt með grasvelli. Hvatarmenn fengu afnot af vellinum þangað til Blöndósvöllur var tyrfður árið 1994.

Árangur mfl. karla

[breyta | breyta frumkóða]
  • 2001 - 3.deild, 8 liða úrslit, féllu út gegn HK.
    • Þjálfari: Ingvar Magnússon
    • Markahæstir:
Kristján Blöndal 4 (6),
Björgvin Karl Gunnarsson 4 (12)
Sveinbjörn Ásgrímsson 3 (12)
  • 2002 - 3.deild, 3.sæti í C-riðli.
    • Þjálfari: Helgi Arnarsson
    • Markahæstir:
Heimir Baldursson 8 (10),
Óskar Snær Vignirsson 6 (12)
Kristján Blöndal 2 (4), Þormóður Ingi Heimisson 2 (10), Reimar Marteinsson 2 (12), Ólafur Benediktsson 2 (12)
  • 2003 - 3.deild, 4.sæti í C-riðli.
    • Þjálfari: Helgi Arnarson
    • Markahæstir:
Óskar Snær Vignirsson 12 (12),
Haraldur Ingi Hilmarsson 5 (15)
Heimir Baldursson 4 (12)
  • 2004 - 3.deild, 8 liða úrslit, féllu út gegn Huginn.
    • Þjálfari: Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson
    • Markahæstir:
Óskar Snær Vignirsson 17 (14),
Reimar Marteinsson 5 (11)
Frosti Bjarnason 4 (14)
  • 2005 - 3.deild, 8 liða úrslit, féllu út gegn Reyni S.
    • Þjálfari: Róbert Jóhann Haraldsson
    • Markahæstir:
Róbert Jóhann Haraldsson 20 (14),
Óskar Snær Vignirsson 15 (14)
Frosti Bjarnason 5 (13)
  • 2006 - 3.deild, 8 liða úrslit, féllu út gegn Magna Grenivík í vítaspyrnukeppni
    • Þjálfari: Róbert Jóhann Haraldsson
    • Markahæstir:
Danislav Jevtic 10 (11),
Milan Djurovic 10 (15)
Frosti Bjarnason 7 (15)
Helgi Óttarr Hafsteinsson 7 (12)
  • 2007 - 3.deild, 4 liða úrslit, tap gegn Gróttu - 5 lið komust upp úr 3.deild þetta ár.
    • Þjálfari: Dragoslav Stojanovic
    • Markahæstir:
Milan Djurovic 8 (14),
Ásgeir Örn Jóhannsson 5 (19)
Óskar Snær Vignirsson 5 (19)
  • 2008 - 2.deild,
    • Þjálfari: Páll Einarsson (frá 29.júní - loka tímabils) Kristján Óli Sigurðsson (til 11.júní 2008)
  • 2009 - 2.deild,
    • Þjálfari: Jens Elvar Sævarsson

Heimasíða Hvatar Geymt 6 nóvember 2021 í Wayback Machine

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.