Ungmennafélagið Fram Seyluhreppur
Útlit
Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi var stofnað 20. október 1907.
Sjö ungir menn hittust í svokölluðu Garðhúsi austan við Reykjarhól og ákváðu að stofna ungmennafélag. Þessir menn voru Hjörtur Benediktssson í Marbæli, Brynjólfur Tobíasson í Geldingaholti, Páll Sigurðsson í Geldingaholti, Árni Arason á Víðimýri, Jón Árnason á Vatnsskarði, Sigurður Þórðarson á Fjalli og Klemens Þórðarson á Fjalli. Brynleifur, Páll og Sigurður voru kosnir til að semja uppkast að lögum og á stofnfundinn mættu Ari, Brynleifur, Klemens, Páll og Sigurður.
Í fyrstu stjórn voru kjörnir Brynleifur Tobíasson, Páll Sigurðsson og Sigurður Þórðarson[1].
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS)