Umhverfis jörðina á 80 dögum (kvikmynd frá 1956)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Michael Anderson, Mike Todd og Frank Sinatra í leikmyndinni.

Umhverfis jörðina á 80 dögum var bandarísk ævintýramynd, gerð eftir samnefndri sögu eftir Jules Verne, árið 1956. Myndin var í leikstjórn Michael Anderson, með David Niven, Cantinflas, Shirley MacLaine og Robert Newton í aðalhlutverkum. Framleiðandi var Mike Todd og myndin kom út hjá United Artists.

Myndin var stórmynd á þess tíma mælikvarða og kostaði 6 milljónir dala í framleiðslu. Hún var tekin á 112 stöðum í 13 löndum. Fjölmargar stórstjörnur léku aukahlutverk í myndinni, eins og John Gielgud, Marlene Dietrich, Frank Sinatra og Buster Keaton. Myndin var tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna og vann 5, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta handritið. Hún vann auk þess tvö Golden Globe-verðlaun, fyrir bestu mynd og besta leik í gamanmynd (Cantinflas).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.