Ultra Mega Technobandið Stefán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ultra Mega Technobandið Stefán (skammstafað UMTBS) er íslensk hljómsveit sem hefur gefið út tvær breiðskífur, og tvær smáskífur sem nefnast „Story of a Star“ og „Cockpitter“.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Þegar þeir lentu í 2. sæti voru meðlimir hljómsveitarinnar fimm talsins, en síðan þá hefur Ingvar Baldursson, sem spilaði á hljóðgervil, hætt í hljómsveitinni.

Frægir eru Frostrokk tónleikarnir árið 2006 þar sem UMTBS gerði allt vitlaust ásamt hljómsveitum eins og Retro Stefson, Underdrive (Í þeirri hljómsveit var Stefán Finnbogason, nú meðlimur í hljómsveitinni Sykur), Spooky Jetson (í þessari hljómsveit eru núverandi meðlimir Nolo) og The Unknown.

Eftir Músíktilraunir var þeim boðið að spila á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árið 2006 á Pravda, þeir voru svo beðnir um að spila aftur, á lokakvöldi hátíðarinnar. Síðar fékk hljómsveitin boð um að spila á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm.

Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína árið 2008, en lag þeirra, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is, en þar var það lag vikunnar.[heimild vantar]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrrverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]