Ultra Mega Technobandið Stefán

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ultra Mega Technobandið Stefán (skammstafað UMTBS) er íslensk hljómsveit sem hefur gefið út tvær breiðskífur, og tvær smáskífur sem nefnast „Story of a Star“ og „Cockpitter“.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Hljómsveitin lenti í 2. sæti á Músíktilraunum 2006, en undanúrslitakvöldið var fyrsta skiptið sem þeir spiluðu á tónleikum. Þegar þeir lentu í 2. sæti voru meðlimir hljómsveitarinnar fimm talsins, en síðan þá hefur Ingvar Baldursson, sem spilaði á hljóðgervil, hætt í hljómsveitinni.

Frægir eru Frostrokk tónleikarnir árið 2006 þar sem UMTBS gerði allt vitlaust ásamt hljómsveitum eins og Retro Stefson, Underdrive (Í þeirri hljómsveit var Stefán Finnbogason, nú meðlimur í hljómsveitinni Sykur), Spooky Jetson (í þessari hljómsveit eru núverandi meðlimir Nolo) og The Unknown.

Eftir Músíktilraunir var þeim boðið að spila á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni árið 2006 á Pravda, þeir voru svo beðnir um að spila aftur, á lokakvöldi hátíðarinnar. Síðar fékk hljómsveitin boð um að spila á norsku tónlistarhátíðinni By:Larm.

Hljómsveitin gaf út fyrstu plötu sína árið 2008, en lag þeirra, Story Of A Star, var mikið spilað í útvarpi og seldist vel á vefnum Tonlist.is, en þar var það lag vikunnar.[heimild vantar]

Meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Núverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrrverandi meðlimir[breyta | breyta frumkóða]

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Smáskífur[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]