Vídd
Útlit
(Endurbeint frá Tvívídd)
Vídd í stærðfræði og eðlisfræði er sá minnsti fjöldi talna sem þarf til að ákvarða stöðu punkts í rúmi. Til að lýsa punkti á línu þarf aðeins eina tölu (t.d. „4“) og því er lína með eina vídd. Til að lýsa punkti á flötu landakorti þarf tvær tölur (breiddargráðu og lengdargráðu), og því er það með tvær víddir.
Tímarúmið hefur fjórar víddir: þrjár fyrir rúmið og eitt fyrir tímann. Hægt er að hafa óendanlegar margar víddir í stærðfræði.