Fara í innihald

Lína (rúmfræði)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lína[1] eða bein lína[1] er eitt af grunnhugtökum rúmfræðinnar og á við óendanlega mjótt, óendanlega langt og beint rúmfræðilegt fyrirbrigði. Hin grunnhugtökin eru punktur og slétta. Ekki eru öll strik línur, enn fremur eru ekki allir ferlar línur. Í evklíðskri rúmfræði er aðeins hægt að draga eina línu í gegnum tvo gefna punkta, línan lýsir stystu vegalengdinni á milli punktanna. Þrír eða fleiri punktar sem liggja á sömu línu eru sagðir samlína en kallast annars ósamlína.[2] Tvær línur geta aðeins skorist í einum punkti; tveir stjarfir fletir (plön) skerast í einni línu.

Formleg skilgreining[breyta | breyta frumkóða]

Lína í er mengi allra punkta sem rita má á forminu , þar sem að a og b eru fastir vigrar og x er stiki. a er þá stefnuvigur línunnar, en sé a einvíður vigur, þ.e. rauntala, þá er hún jafnframt hallatala línunnar. b er ennfremur hliðrun línunnar frá núllpunkti. Stefnuvigur er ekki ótvírætt ákvarðaður - hann má alltaf margfalda með rauntölu án þess að stefna línunnar breytist nokkuð.

Skipta má línu í tvær óendanlega langar hálflínur, en línustrik er endanlega langur hluti af línu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Orðið straight line. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 27. febrúar 2010.
  2. „Orðið collinear. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 27. febrúar 2010.
  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.