Tur 84

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tur 84 er gerð af seglskútu sem var hönnuð af sænska skútuhönnuðinum Per Brohäll. Framleiðsla bátsins hófst árið 1975 á eynni Orust þar sem hún stóð til 1980. Tur-bátarnir eru 28 feta langir (8,5 metrar) og 2,6 metra breiðir með langan 900 kg þungan kjöl. Inni er svefnpláss fyrir fimm.

Á Íslandi voru sautján Tur 84-bátar framleiddir í Hafnarfirði á árunum 1984 til 1986 og er þessi gerð talin algengasta gerð kjölbáta á landinu. Íslandsmót í kappsiglingu á Tur 84 var haldið í nokkur ár um miðjan 9. áratug 20. aldar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]