Tundurspillir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tundurspillir er hraðskreitt og lipurt óbrynvarið herskip sem yfirleitt er ætlað að fylgja stærri skipum í skipaflota og er ætlað að verja þau fyrir árásum minni skipa (upphaflega gegn tundurskeytabátum en síðar einnig kafbátum og flugvélum). Tundurspillirinn er vel vopnum búinn; særými tundurspilla er venjulega um 2000-8000 tonn, lengd 100-150 m. Ganghraði þeirra er um 30 sjómílur á klukkustund. Tundurspillir er minni en beitiskip og stærri en freigáta. Þeir eru einkum notaðir í gagnkafbátahernaði og þá sem fylgdarskip stórra herskipa eða skipalesta.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.