Fara í innihald

Fangelsi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tukthús)

Fangelsi er staður, oftast rammbyggður, þar sem afbrotafólk afplánar fangelsisdóm og er við fangelsun svipt frelsinu og borgaralegum réttindum sínum. Dómstólar dæma brotamenn til refsingar og fullnusta hennar er framkvæmd í fangelsum. Fangelsi, og aðrar sambærilegar stofnanir, er hluti af réttarfarskerfinu.

Samheiti og önnur orð tengd fangelsi[breyta | breyta frumkóða]

Á íslensku eru til mörg orð sem höfð eru um fangelsi. Mætti þar t.d. nefna hegningarhús, tukthús, betrunarhús og sakahús. Orðin steinn eða grjót (oftast með greini: steininn eða grjótið) eru tilkomin vegna Hegningarhúsins á Skólavörðustíg 9, sem stundum er einnig nefnd Nían. Önnur orð tengd fangelsi eru t.d. Letigarður sem var vinnuhæli sem var sambyggt fangelsinu. [1] Það orð var þó einnig haft um þurfamannahæli. Dýflissa er orð sem aðallega haft er um fangelsi í köstulum, svo er um svarthol og myrkvastofu, þó þau séu jöfnum höndum einnig höfðu um fangelsi almennt. Prísund er einnig haft um dýflissu, en sömuleiðis um hverskonar kvalarstað.

Íslensk fangelsi[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Morgunblaðið 1928
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.