Suður-Karpatafjöll
Útlit
(Endurbeint frá Transylvaníualpar)
Suður-Karpatafjöll (eða Transylvaníualpar) eru fjallaklasi sem aðgreina mið- og suðurhluta Rúmeníu og austurhluta Serbíu. Til suðurs renna þau saman við Balkan-fjöll. Moldoveanu-tindur er hæsti punkturinn eða 2544 metrar og er einnig hæsti punktur Rúmeníu. Suður-Karpatafjöll eru næsthæsti fjallahryggur Karpatafjalla á eftir Tatra-fjöllum.
Fjögur fjallakerfi þeirra eru aðskilin milli árdala, frá austri til vesturs:
- Bucegi-fjöll
- Făgăraş-fjöll
- Parâng-fjöll
- Retezat-Godeanu-fjöll