Torneo Internazionale Stampa Sportiva
Torneo Internazionale Stampa Sportiva (ísl: Alþjóðaknattspyrnumót Íþróttablaðsins) var ein fyrsta milliríkjakeppni félagsliða í knattspyrnu utan Bretlandseyja. Hún var haldin árið 1908 og var undanfari Sir Thomas Lipton bikarsins sem keppt var um ári síðar og ruddi brautina fyrir önnur alþjóðamót.
Keppnin dró nafn sitt af íþróttablaði ítalska dagblaðsins La Stampa sem var skipuleggjandi þess og aðalstyrktaraðili. Fjögur þátttökulið frá jafnmörgum löndum mættu til leiks í Tórínó og fór svissneska liðið Servette með sigur af hólmi.
Skipulag og keppni
[breyta | breyta frumkóða]Undir lok fyrsta áratugs tuttugustu aldar braust út fótboltafár á meginlandi Evrópu. Knattspyrnan hafði breiðst út með breskum sjómönnum og kaupsýslumönnum en fljótlega tóku heimamenn við sér og í kjölfarið vaknaði áhugi á að fá úr því skorið hvaða þjóðir hefðu á bestu leikmönnunum að skipa. Ítölsk knattspyrnuyfirvöld og íþróttablað La Stampa efndu til mótsins í aprílmánuði 1908 og buðu liðum frá nágrannalöndunum. Öllum mátti þó ljóst vera að keppnin var langt frá því að vera það heimsmeistaramót sem auglýsendur vildu vera láta, enda engin bresk lið með í mótinu. Varð það kveikjan að nýju og stærra alþjóðamóti sem haldið var árið eftir og kennt við tekaupmanninn Sir Thomas Lipton.
Keppnisfyrirkomulagið var með flóknasta móti. Fyrst var efnt til forkeppni fjögurra ítalska liða og fór sigurliðið í úrslitakeppnina en liðið í öðru sæti fékk uppreisnarglímu í keppninni um bronsverðlaunin.
Forkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Þrjú lið frá Tórínó og eitt frá Mílanó voru skráð til leiks. Leikirnir fóru fram frá 22. mars til 12. apríl.
Undanúrslit
[breyta | breyta frumkóða]22. mars 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó
- Juventus 4 : 1 Piemonte F.C.
29. mars 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó
- Tórínó 2 : 1 Ausonia Pro Gorla
Úrslit
[breyta | breyta frumkóða]Upphaflega voru úrslit forkeppninnar fyrirhuguð þann 5. apríl, en flauta þurfti viðureignina af eftir stundarfjórðung vegna vatnselgs á vellinum. Nýr leikur var settur niður viku síðar.
12. apríl 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó, áh. um 500
Aðalkeppni
[breyta | breyta frumkóða]Auk heimamanna í Tórínó komu keppnislið frá Þýskalandi, Frakklandi og Sviss.
Undanúrslit
[breyta | breyta frumkóða]19. apríl 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó
- Servette 5 : 3 Freiburger FC
19. apríl 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó, áh. um 2.000
- Tórínó 4 : 0 US Parisienne
Bronsleikur
[breyta | breyta frumkóða]20. apríl 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó
- Juventus 4 : 0 US Parisienne
Úrslit
[breyta | breyta frumkóða]20. apríl 1908 - Velodromo Umberto I, Tórínó, áh. um 2.000