Torghatten
Útlit
Torghatten er granítfjall á Torget-eyju í sveitarfélaginu Brönnöy í Norðurlandi. Það er sérstakt fyrir holu sem er í því miðju. Samkvæmt þjóðsögu myndaðist gatið þegar tröllið Hestmannen skaut ör sinni í átt að fagurri stúlku sem það var að elta. Annað tröll henti hatt sínum í veg fyrir örina til að bjarga stúlkunni og gat myndaðist í hattinum. Árið 1988 varð flugslys í fjallinu þar sem 36 létu lífið.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Torghatten.
Fyrirmynd greinarinnar var „Torghatten“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. september 2016.