Tobba Marínós
Þorbjörg Alda Birkis Marinósdóttir (f. 1984), einnig þekkt sem Tobba Marínós er íslensk fjölmiðlakona, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV.
Hún hefur starfað sem blaðamaður á Séð og heyrt og Júlíu og var einn af stjórnendum sjónvarpsþáttarins Djúpu laugarinnar á Skjá 1 eftir að hann var settur aftur á dagskrá árið 2009. Þorbjörg gaf út bókina Makalaus árið 2010 og í lok sama árs bókina Dömusiðir. Makalaus var kvikmynduð fyrir sjónvarp árið eftir og í kjölfarið kom út framhald hennar Lýtalaus. Tobba stjórnaði sjónvarpsþættinum Tobba á skjáEinum 2012 og árið 2014 gaf hún út sjálfsævisögu sína í Chicklit/Uppistandsformi undir nafninu 10 Tilefni til dagdrykkju. Tobba starfaði um tíma sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Skjásins og var ritstjóri DV frá apríl 2020 til mars 2021.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Forlagið:Tobba Marínós“. Sótt 12. nóvember 2010.
Tilvísun
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kolbeinn Tumi. „Tobba Marinós nýr ritstjóri DV - Vísir“. visir.is. Sótt 1. apríl 2020.