Tjald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ýmsar gerðir tjalda.
Útivistartjald.
Sirkustjald.

Tjald er tímabundið skjól eða bústaður þakinn með klæði eða dúk og er það notað í ýmsum tilgangi.

Tjöld hafa verið notuð síðan á forsögulegum tíma af veiðara og söfnurum í veiðiferðum. Minnst er á tjöld hirðingja í Biblíunni og Rómverjar notuðu leðurtjöld. Frumbyggjar og hirðingar víða um heim hafa notað og nota enn tjöld: Meðal annars frumbyggjar Ameríku, Mongólar, Tíbetar og Bedúínar. Tjöld hafa verið notuð fyrir fórnarlömb náttúruhamfara, flóttamenn og í hernaði. Vinsælt er að nota tjöld í útivist og á tónlistarhátíðum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Tjöld geta verið frá einmenningstjaldi og upp í stór samkvæmis- og sirkustjöld sem geta rúmað þúsundir. Göngutjöld (t.d. notuð í lengri útivistarferðum) eru létt og léttust 1-2 kíló. Í tjöldum sem taka eina til nokkrar manneskjur eru tjalddúkar strengdir á eða festir við tjaldstangir til að halda því uppi. Oft er tjaldklæðinu skipt í innra og ytra tjald. Ytra tjaldið er þá fest við það innra. Ennfremur er tjaldið fest með tjaldhælum og snæri við jörðina. Flestir tjalddúkar í nútímanum eru gerðir úr gerviefnum eins og pólýester og nylon, Tjaldstangirnar eru gerðar úr áli eða koltrefjum. Á sumum tjöldum getur verið fortjald þar sem er eins konar anddyri áður en komið er inn í tjaldið þar sem svefnstaðurinn. Fortjaldið er yfirleitt ekki með tjalddúk við jörð.

Vatnssúluþrýstingur (enska: hydrostatic head) tjalda er mæld í millimetrum, þ.e. hvað tjalddúkurinn heldur miklu vatni án þess að það fari í gegn. Þá er í mælingu vatnssúla látin þétt upp að dúknum þar til drýpur í gegn. Tjald sem á að vera hægt að nota á öllum árstímum ætti að hafa meira en 2000mm vatnsþéttni.

Æskilegt er að lofti um tjald því annars getur raki sest í tjalddúkinn.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Tent“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. ágúst. 2017.