Tjald

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýmsar gerðir tjalda.
Útivistartjald.
Sirkustjald.

Tjald er tímabundið skjól eða bústaður þakinn með ákveðnu efni, klæði eða dúk og er það notað í ýmsum tilgangi.

Tjöld hafa verið notuð síðan á forsögulegum tíma af veiðara og söfnurum í veiðiferðum. Minnst er á tjöld hirðingja í Biblíunni og Rómverjar notuðu leðurtjöld. Frumbyggjar og hirðingar víða um heim hafa notað og nota enn tjöld: Meðal annars frumbyggjar Ameríku, Mongólar, Tíbetar og Bedúínar. Tjöld hafa verið notuð fyrir fórnarlömb náttúruhamfara, flóttamenn og í hernaði. Vinsælt er að nota tjöld í útivist og á tónlistarhátíðum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Tjöld geta verið frá einmenningstjaldi og upp í stór samkvæmis- og sirkustjöld sem geta rúmað þúsundir. Göngutjöld (t.d. notuð í lengri útivistarferðum) eru létt og léttust 1-2 kíló. Í tjöldum sem taka eina til nokkrar manneskjur eru tjalddúkar strengdir á eða festir við tjaldstangir til að halda því uppi. Oft er tjaldklæðinu skipt í innra og ytra tjald. Ytra tjaldið er þá fest við það innra. Ennfremur er tjaldið fest með tjaldhælum og snæri við jörðina. Flestir tjalddúkar í nútímanum eru gerðir úr gerviefnum eins og pólýester og nylon, Tjaldstangirnar eru gerðar úr áli eða koltrefjum. Á sumum tjöldum getur verið fortjald þar sem er eins konar anddyri áður en komið er inn í tjaldið þar sem svefnstaðurinn. Fortjaldið er yfirleitt ekki með tjalddúk við jörð.

Vatnssúluþrýstingur (enska: hydrostatic head) tjalda er mæld í millimetrum, þ.e. hvað tjalddúkurinn heldur miklu vatni án þess að það fari í gegn. Þá er í mælingu vatnssúla látin þétt upp að dúknum þar til drýpur í gegn. Tjald sem á að vera hægt að nota á öllum árstímum ætti að hafa meira en 2000mm vatnsþéttni.

Æskilegt er að lofti um tjald því annars getur raki sest í tjalddúkinn.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi er fjöldi skipulagðra tjaldsvæða en utan þeirra eru takmarkanir. Árið 2015 tóku við ný náttúruverndarlög þar sem m.a. kom fram:

  • Við alfaraleið í byggð er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum til einnar nætur á óræktuðu landi sé tjaldsvæði ekki í næsta nágrenni
  • Utan alfaraleiðar hvort heldur sem á eignarlandi eða þjóðlendu, er heimilt að tjalda hefðbundnum viðlegutjöldum nema annað sé tekið fram í sérreglum sem kunna að gilda um svæðið.

Ef tjalda á nærri mannabústöðum verður að leita leyfis landeiganda og ef næturnar eru fleiri en ein og tjöld eru fleiri en þrjú. Sama gildir um ræktað land. Ef náttúra er í hættu má meina um tjaldgistingu. Á friðlýstum svæðum eru takmarkanir á tjaldgistingu. [1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tjalda.is - Upplýsingar um tjaldsvæði

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Tent“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. ágúst. 2017.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Má ég tjalda hvar sem er?Umhverfisstofnun. Skoðað 11. ágúst 2020