Titus Oates
Útlit
Titus Oates (15. september 1649 – 12./13. júlí 1705) var enskur meinsærismaður sem bjó til söguna um páfasamsærið, meint samsæri gegn Karli 2. konungi árið 1678. Til að byrja með var sögunni trúað og Oates fékk það verkefni að handtaka jesúíta sem hann sakaði um þátttöku í samsærinu, en eftir þrjú ár og fimmtán aftökur snerist almenningsálitið gegn honum. Hann hélt þó áfram að ásaka menn, jafnvel konunginn sjálfan, og var á endanum fangelsaður fyrir að efna til múgæsingar. Þegar Jakob 2. komst til valda lét hann setja Oates í gapastokk, hýða hann og stinga í fangelsi þar sem hann var geymdur næstu þrjú árin. Þegar Vilhjálmur 3. komst til valda var Oates náðaður og fékk lífeyri frá krúnunni.