Tinna Guðmundsdóttir
Einn eða fleiri af höfundum þessarar greinar virðast eiga í nánum tengslum við umfjöllunarefni hennar. |
Tinna Guðmundsdóttir (f. 17. janúar 1979 í Vestmannaeyjum) er myndlistarkona og menningarstýra.
Tinna útskrifaðist með BA gráðu úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands 2002. Í kjölfarið bætti hún við kennsluréttindadiplomu úr LHÍ árið 2005 og lauk MA gráðu í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst árið 2008. Einnig bætti hún við sig MA gráðu í myndlist úr LHÍ, útskrifaðist 2022. Tinna hefur búið að starfað á Seyðisfirði og í Reykjavík.
Tinna gerir skúlptúra, ljósmyndir og myndbandsverk og hefur sýnt m.a. í Nýlistasafninu, Kling & Bang, Skaftfelli og Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Strax frá útskrift 2002 var Tinna mjög virk í baklandi myndlistar, bæði að eigin frumkvæði og almennt fyrir myndlistargeirann. Umfangsmikil verkefni sem hún hefur komið að eru m.a. að stýra Sequences Real-Time Art Festival árið 2008, ritstýra yfirlitinu Nýlistasafnið 1978-2008 sem kom út 2010, framleiða heimildarmyndina Blindrahundur um listamanninn Birgir Andrésson sem kom út 2017 og vinna sem forstöðumaður Skaftfells - myndlistarmiðstöð Austurlands frá 2012-2018.