Fara í innihald

Tinna Þorvalds Önnudóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tinna Þorvalds Önnudóttir (f. 27. janúar 1985) er leikkona, söngkona og teiknari í Reykjavík.

Tinna útskrifaðist árið 2010 með BA gráðu í klassískri leiklist frá Rose Bruford College of Theatre and Performance í London. Meðfram leiklistinni hefur hún frá árinu 2012 stundað nám í söng hjá Alinu Dubik við Tónlistarskólann í Reykjavík.

Tinna er meðlimur listhópsins Spindrift, sem sérhæfir sig í sviðsverkum en hefur einnig búið til videoverk.

Tinna er einnig teiknari og hélt sína fyrstu sýningu á Hlemmur Square í tengslum við Reykjavík Fringe Festival 2020.

Hún er dóttir Þorvalds Þorvaldssonar stjórnmálamanns.