Tilgáta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Tilgáta er staðhæfing sem ætluð er sem skýring á tilteknu fyrirbæri. Vísindaleg tilgáta er prófanleg og dregin af tiltekinni kenningu. Raunprófanir á tilgátum eru notaðar til að styðja eða hrekja kenningu.

Notkun í aðferðafræði og tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Í aðferðafræði og tölfræði er talað um núlltilgátu (H0) annars vegar og aðaltilgátu (H1) hins vegar. Núlltilgátan segir til um að engin tengsl séu á milli þeirra breyta sem í hlut eiga. Aðaltilgátan er aftur á móti að þessi tengsl séu til staðar.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.