Fara í innihald

Thomsens-magasín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thomsens Magasin setti svip á Hafnarstræti um aldamótin 1900 en þá náðu þær verslanir yfir Hafnarstræti 17, 18, 19, 20 og 21.

Thomsens-magasín (eða Thomsens-verslunin) var verslun í Reykjavík með margar ólíkar deildir sem voru flestar í húsunum að Hafnarstræti 17-22. Thomsens-magasín var stofnað árið 1837 og var um 1907 orðin stærsta verslun landsins. Á hátindi veldi síns skiptist verslunin í margar deildir : : basardeild, ferðamannadeild, húsgagnadeild, járn- og leirvörudeild, karlmannafatadeild, kvenfata- og vefnaðarvörudeild, kvenhattadeild, kjallaradeild, matvörudeild, nýlenduvörudeild, pakkhúsdeild, skófatnaðardeild, strandferðadeild, vindladeild og skrifstofudeild.

Á vegum Thomsens magasín var rekin kjólasaumastofa, gosdrykkjaverksmiðja, skraddaraverkstæði, trésmíðaverkstæði, sláturhús, svínabú, reykingarofn, niðursuða, vindlaverksmiðja, brjóstsykurverksmiðja og veitinga- og biljarðstofa.

Thomsens magasín var upphaflega stofnað af Dethlef Thomsen eldri en svo tók Ágúst sonur hans við og svo sonarsonur hans og nafni Ditlev Thomsen yngri.

Endalok Thomsens-magasíns urðu þau að í fyrri heimsstyrjöldinni varð að leysa verslunina upp vegna mikilla tengsla hennar við Þýskaland. Árið 1918 tekur Hótel Hekla til starfa í húsi Thomsens magasíns við Lækjartorg. Sú bygging var rifin 1981.

Saga: Steen Thomsen: 'Thomsensverslun í þrjár kynslóðir' í Morgunblaðið 25 sep og 2 okt 1988. (Sjá tenglir).