Telford

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mikil uppbygging er í Telford.

Telford er borg í Shropshire á England, 21 km austur af Shrewsbury og 48 km norðvestur af Birmingham. Íbúafjöldi er um 143.000. Borgin er nefnd eftir vélfræðingnum Thomas Telford og var skipulögð á 7. og 8. áratug 20. aldar. Upplýsingatækni er mikilvæg atvinnugrein þar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]