Fara í innihald

Tedros Adhanom

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tedros Adhanom Ghebreyesus)
Tedros Adhanom Ghebreyesus
ቴዎድሮስ አድሓኖም ገብረኢየሱስ
Tedros árið 2018.
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar
Núverandi
Tók við embætti
1. júlí 2017
Persónulegar upplýsingar
Fæddur3. mars 1965 (1965-03-03) (59 ára)
Asmara, Eritreu, Eþíópíu (nú Eritreu)
ÞjóðerniEþíópískur
StjórnmálaflokkurÞjóðfrelsishreyfing Tígra
Börn5
HáskóliHáskólinn í Asmara (BS)
London School of Hygiene & Tropical Medicine (MS)
Háskólinn í Nottingham (PhD)
Undirskrift

Tedros Adhanom Ghebreyesus (Ge'ez: ቴዎድሮስ አድሓኖም ገብረኢየሱስ; fæddur 3. mars 1965) er eþíópískur líffræðingur, lýðheilsufræðingur og embættismaður sem hefur starfað síðan 2017 sem framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.[1][2][3] Tedros er sá fyrsti sem ekki er læknir til að gegna embættinu og jafnframt fyrsti Afríkumaðurinn í hlutverkinu. Afríkusambandið mælti með honum í embættið. Hann hefur gegnt tveimur háttsettum embættum í ríkisstjórn Eþíópíu: Hann var heilbrigðisráðherra landsins frá 2005 til 2012 og utanríkisráðherra frá 2012 til 2016.[4][5]

Tedros var á lista Time yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims árið 2020.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Davíð Roach Gunnarsson; Þórunn Elísabet Bogadóttir (24. mars 2020). „Yfirmaður WHO er eþíópískur sérfræðingur í malaríu“. RÚV. Sótt 15. maí 2019.
  2. Branswell, Helen (23. maí 2017). „Tedros Adhanom Ghebreyesus elected new head of WHO“. STAT. Afrit af uppruna á 14. júlí 2019. Sótt 7. júlí 2017.
  3. „Dr Tedros takes office as WHO Director-General“. World Health Organization. 1. júlí 2017. Afrit af uppruna á 4. maí 2020. Sótt 7. apríl 2020.
  4. „His Excelency Dr Tedros Adhanom G/Eyesus“. FDRE Ministry of Foreign Affairs (1 of 2). 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. nóvember 2016.
  5. „His Excelency Dr Tedros Adhanom G/Eyesus“. FDRE Ministry of Foreign Affairs (2 of 2). 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2016.
  6. „Tedros Adhanom Ghebreyesus: The 100 Most Influential People of 2020“. Time. Sótt 23. september 2020.