Fara í innihald

Taumasít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taumasít

Taumasít er steind í zeólítaflokknum.

Taumasít er hvítt og litlaust, gler- og skelplötugljáa. Þráðóttir kristalar, þéttur ógreinilegur geislóttur massi. Vatnsríkt og hefur lága eðlisþyngd.

  • Efnasamsetning: Ca6Al2(SO4)3(OH)12 • 26H2O
  • Kristalgerð: trígónal
  • Harka: 3½
  • Eðlisþyngd≈ 1,9
  • Kleyfni: ógreinileg

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Fágætt en má finna með apófyllíti, okeníti, mesólíti og skólesíti í ólivínbasalti. Á Íslandi hefur það fundist í sýnum úr Hvalfirði.

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.