Skólesít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skólesít

Skólesít er dæmigerður geislasteinn.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Ferstrendir, smá íflatir, nálarlaga en samliggjandi kristallar mynda samvaxna sveipi er geisla hver frá einum punkti. Litlaus eða hvítt, glergljái eða daufan silkigljáa. Brotsár óslétt eða hrufótt. Kristalnálar 1-3 cm á lengd.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si3O10 • 3H2O
  • Kristalgerð: mónóklín
  • Harka: 5
  • Eðlisþyngd: 2,25-2,31
  • Kleyfni: Góð á einn veg, samsíða langásnum

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Algengt í ólivínbasalti frá Tertíer, finnst einnig með öðrum zeólítum á borð við mesólíti, kabasíti, thomsoníti og analsími. Hefur fundist við Teigarhorn, Reyðarfirði og Vesturhorni.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2