Fara í innihald

Spjall:Þungunarrof

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ég fæ ekki séð að því sé haldið fram að fóstureyðing sé skaðlaus eins og Thvj heldur fram heldur að fóstureyðing "[sé] einföld læknisfræðileg aðgerð á fyrstu vikum meðgöngu og er í raun öruggari en fæðing". Er ekki átt við einföld í samanburð við aðrar skurðaðgerðir? En það vantar heimild fyrir þessu síðara, það er örruglega satt hinsvegar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]

Ertu að tala um skaðlaus eða áhættulaus? Hljómar eins og þú sért að velta fyrir hvort hún sé áhættulaus (sem engin aðgerð er strangt tekið). --Cessator 19. mars 2008 kl. 21:18 (UTC)[svara]

Ég finn ekki á netinu upplýsingar um fóstureyðingar frá kvennasviði Landspítalans, sem á að vera vefheimild með greininni, prófaði tengilinn samt nokkrum sinnum. Tölfræði frá Landlæknisembættinu ætti meira erindi á síðuna Fóstureyðingar á Íslandi, en reyndar vísar tengillinn á gamlar tölur, sem ná aðallega yfir stutt tímabil. Það mætti vera betra (kannski þarf að vísa á fleiri slík skjöl). Svo leyfði ég mér á síðunni sjálfri að benda á, að tvö atriði enn væri betra að styðja með tilvísunum. Frómt frá sagt, finnst mér þessi stubbur vera fjarska óburðugur. Ráðið væri kannski að stroka hann nánast út og byrja á byrjuninni með því að velja sér samsvarandi Wikipediugrein á einhverju erlendu máli, athuga hvort sæmileg sátt ríki um hana og breytingar séu ekki of tíðar, en þýða eða endursegja hana síðan nánast yfir á íslensku. Þá yrði klúðrinu vonandi lokið :) Kveðja. SigRagnarsson 9. október 2010 kl. 17:48 (UTC)[svara]

Þungunarrof eða fóstureyðing?

[breyta frumkóða]

Væri ekki eðlilegra að greinin heiti fóstureyðing frekar en þungunarrof? Hef mjög sjaldan heyrt orðið þungunarrof og held fóstureyðing sé mun algengara heiti á þessu. --Svartibjörn (spjall) 10. mars 2019 kl. 00:49‎ (UTC)[svara]

Ég tek undir það, fóstureyðing er miklu algengara hugtak í daglegu tali. TKSnaevarr (spjall) 10. mars 2019 kl. 00:57 (UTC)[svara]
Finnst það líka eðlilegt. „Þungunarrof“ er fallegt orð og mun líklega verða viðurkennda orðið, en það hefur bara ekki enn náð það mikilli útbreiðslu. Orðið er samt notað þokkalega mikið af íslenskum fjölmiðlum síðustu 2 ár skv. Google. – Þjarkur (spjall) 10. mars 2019 kl. 01:09 (UTC)[svara]

Ný þegar búið er að samþykkja ný lög um þungunarrof, á hiklaust að breyta þessari grein, þar sem hugtakið er nú lagalega staðfest. Einnig hafa allir fjölmiðlar hafið notkun á þungunarrof í stað fóstureyðing. Brynhildurho (spjall) 24. maí 2019 kl. 07:34 (UTC)[svara]

Við reynum svona almennt að nota þau heiti sem líklegast er að lesendur þekki og skilji. Notkun orðs í lögum getur hjálpað orði að ná almennri útbreiðslu, en svo er enn að margir þekkja orðið ekki vel. – Þjarkur (spjall) 24. maí 2019 kl. 10:45 (UTC)[svara]
Nú hafa 3 ár liðið og síðunni var breytt rétt í þessu. Ætti þá að breyta heiti greinarinnar í þungunarrof?--Berserkur (spjall) 4. júlí 2022 kl. 10:18 (UTC)[svara]
Ég er meira fylgjandi því núna, orðið þungunarrof hefur náð hraðri útbreiðslu. TKSnaevarr (spjall) 4. júlí 2022 kl. 10:36 (UTC)[svara]
Sammála, færa á þungunarrof.--Snævar (spjall) 4. júlí 2022 kl. 12:04 (UTC)[svara]