Spjall:Síle

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Spjall:Chile)

Titill greinar[breyta frumkóða]

Ég mæli með því að við höfum greinina á "Síle", þó það sé ekki frekari íslenska en Chile þá hefur það þó allavega ekki "c-ið". --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 01:10 (UTC)[svara]

En c er í íslenska stafrófinu, bara alla jafnan ekki notað til að skrifa íslensk orð (en þó sum íslensk nöfn). Þetta er hins vegar ekki íslenskt orð og má alveg halda sínu c'i. Auk þess hefur Íslensk málstöð (sjá hér) heiti landsins með c en nefnir einungis neðanmáls ritháttinn með s'i. --Cessator 4. desember 2007 kl. 05:50 (UTC)[svara]
Aldei hef ég vitað til þess að c væri í íslenska stafrófinu. Þó að það komi fyrir ljót frávik, eins og með mannanöfn eða tökuorð þá gerir það c ekki hluta af stafrófinu. Annars væru yfir 50 stafir í því. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 06:34 (UTC)[svara]
Við þurfum svo sem ekkert að fylgja Málstöðinni sérstaklega. Hún stendur sig ekki beint í stikkinu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 06:39 (UTC)[svara]
Ég er hlynntari því að nota Síle, einfaldlega vegna þess að við erum vön að íslenska landaheiti (sbr. Kasakstan, Aserbaídsjan, Sádí-Arabía, Alsír, Gana o.s.frv.) Eina ástæðan fyrir því að halda Ch í Chile er sú að sambærilegt hljóð finnst ekki í íslenska stafrófinu enda íslenskan óvenjurýr þegar kemur að 's'-hljóðum. --Akigka 4. desember 2007 kl. 09:18 (UTC)[svara]
Notar einhver 'ch' hljóðið, segja ekki flestir Síle? Það er, því miður, ekki tala mikið um landið á Íslandi en svona þegar ég heyri minnst á það, eins og í fréttunum, þá dreg ég þá áliktun að flestir segi Síle. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 11:42 (UTC)[svara]
Ég segi ekki Síle. --Cessator 4. desember 2007 kl. 12:20 (UTC)[svara]
Af hverju er hún ekki að standa sig í stykkinu? --Cessator 4. desember 2007 kl. 12:20 (UTC)[svara]
Af því að 90% af þessum orðum á listanum eru ljót tökuorð og hljóma ekki fyrir að geta mögulega verði íslenska, á neinn hátt. Ef land héti Schilniskciae, sem að reyndar ekkert gerir, þá yrði þeirra útgáfa líklega Schílnískcíáé. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 14:54 (UTC)[svara]
Hvað segja aðrir, Síle, Chile? --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 14:57 (UTC)[svara]
Veistu, þetta svar á ég erfitt með að taka alvarlega enda alveg augljóst að þú ert að ýkja allverulega. Ég get ekki séð að 90% orðanna á listanum séu ljót tökuorð, sem „hljóma fyrir að vera“ slæm eða ómöguleg íslenska. Ég hef miklu meiri efasemdir um orðasambandið „hljóma fyrir að vera“. Og reyndar get ég ekki séð að það sé eitt einasta tökuorð þarna yfirhöfuð; þetta eru nöfn, ekki tökuorð. Mér finnst að við ættum að fara eftir listanum, sem handbókin okkar bendir sérstaklega á, enda ekki okkar að búa til venjur hér á Wikipediu. --Cessator 4. desember 2007 kl. 15:08 (UTC)[svara]
Ég verð að standa með Chile þrátt fyrir að ég sé ákaflega hlynntur íslenskri tungu. Frændur okkar í hinum norðurlöndum eru allir með skrifað Chile á wikipedia síðunum. Svo eru auðvitað hin rökin að önnur lönd sem skrifuð eru hérna eru mörg hver mjög íslenskuð (sum alveg merkilega ljót) og því er þetta kannski aðeins breyting á vananum. Persónulega finnst mér Síle stinga í augun og mæli því með Chile. Marri 4. desember 2007 kl. 15:11 (UTC)[svara]
Jú, vissulega var þetta skemmtilegt orðasamband, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en ég fékk það svona hreint út. Annars fór ég yfir t.d. 56 síðustu löndin á listanum og aðeins 15 þeirra eru í raun íslensk, en ekki bara kommum bætt við fyrir ofan sérhljóðana. Hinsvegar eru þetta ekki sérbúin til nöfn, þó við getum kannski ekki kallað þetta tökuorð þá, eins og þú benntir á. Einhver setti þetta inn í handbókina, var þá ekki verið að búa til venju? Ég er ekki að segja að við eigum ekki að fara eftir listanum. Bara einfaldlega velja illskárri valmöguleikana. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 15:22 (UTC)[svara]
Af hverju gerirðu ráð fyrir að þeessi nöfn séu ekki „raunveruleg íslenska“ bara af því að rithátturinn sem málstöðin mælir með er líkur frummálinu? Það væri gjörsamlega út í hött að búa til háfrónskuþýðingar allra þessara landaheita. --Cessator 4. desember 2007 kl. 15:26 (UTC)[svara]
Já, það þyrfti ekki endilega að gera "þýðingar" eða háfrónskuþýðingar, hver svo sem munurinn er. En ég get ekki trúað því að það væri ekki skemmtilegra að eiga almennilegt heiti, yfir löndin. Þegar ég segja ekki alvöru íslenska þá meina ég að heitin þýða ekkert. Þú getur ekki sagt japan í setningu án þess að vera að tala um landið, því japan "þýðir" ekkert. Hinsvegar getur þú sagt ísland, land úr ís og fleira. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 15:39 (UTC)[svara]
Þú getur líka tekið nafnið þitt í sundur með sama hætti sem og önnur íslensk nöfn: Guðrún, rún = leyndarmál, guð = æðri máttarvald. En þú getur ekki skilið Bill og Clinton með sama hætti. Er þá ekki um að gera að finna góða þýðingu á nafninu hans? Nei, fjandinn hafi það, nöfn eru nöfn; við lögum þau kannski að málinu eins og þurfa þykir en látum þau vera að öðru leyti; það sama gildir um Japan og Bill Clinton. --Cessator 4. desember 2007 kl. 16:07 (UTC)[svara]
Þú heldur þá kannski að þeir Íslendingar sem heita Carl séu ekki að skrifa nafnið sitt á íslensku? Þetta er á annað hundrað Íslendinga. Vel á annað hundrað Íslendinga heitir Christian og Christopher. Þeir skrifa þá kannski ekki nafnið sitt á íslensku heldur, úr því að c er ekki að finna í íslenska stafrófinu. Það er líka merkilegt hvað íslensku dagblöðin eru full af erlendum slettum, slettum eins og „Clinton“, sem þú ritar væntanlega á íslensku „Klinton“. Ég sé ekki að það sé heil brú í þessu. Íslenska stafrófið er afbrigði af vestrænu stafrófi sem er afkomandi þess latneska. Í þessu stafrófi er m.a. stafurinn c, hann er bara alla jafna ekki notaður til að rita íslensk orð, þótt hann sé notaður til að rita ýmis nöfn. --Cessator 4. desember 2007 kl. 15:23 (UTC)[svara]
Hér er grein á Vísindavefnum sem bendir á að c, q, w hafi áður talist til íslenska stafrófsins og séu enn notaðir til að skrifa ýmis nöfn og orð eins og C-vítamín o.s.frv. Í öðru svari er bent á að: „Í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002 eru umræddir fjórir bókstafir sagðir tilheyra íslenska stafrófinu sem viðbótarstafir, en þeir hafa semsagt verið felldir úr því síðan þá (bls. 1449).“--Cessator 4. desember 2007 kl. 15:33 (UTC)[svara]
Ég myndi segja að það væru ekki hefbundin nöfn og munu ekki verða notuð mikið í framtíðinni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 15:39 (UTC)[svara]
Mér þykja ýmsir gallar við að nota Chile (og tek þess vegna hitt fram yfir). T.d. þá veit ég ekki (af því ég kann ekki spænsku eða veit hreinlega ekki hvaða tungumál er talað í Chile) hvernig á að bera orðið fram. Það eru engar reglur um það í íslensku hvernig á að bera 'ch' fram og hverjum sem er gæti dottið í hug að bera þetta fram uppá þýsku 'Kíle' og uppskera hæðnishlátur betur sigldra viðmælenda... Í öðru lagi þá kemur svona lagað illa út í beygingu í útgáfunum chileskur, chileska. Síleski fáninn þykir mér koma mun betur út en Chileski fáninn. Hins vegar er ekkert í praksís sem kemur í veg fyrir að nota Chile og raunar held ég að það sé miklu algengara en hitt í dagblöðunum t.d. (ekki að þau séu til eftirbreytni). Þetta er bara undantekning frá þeirri meginreglu að íslenska landaheiti. --Akigka 4. desember 2007 kl. 15:26 (UTC)[svara]

"Ch" hljóðið í "Chile" og "Chicago" er ekki til í íslensku, þ.a. mér finnst réttlætanlegt að skrifa þessi orð með "Ch". Ég er þó hlynntur íslenskri stafsetningu í stað enskrar þegar það er mögulegt, eins og t.d "Tæland" í stað "Tailand". Hins vegar skil ég ekki af hverju fréttamenn geta ekki borið fram "New-York", sem hljómar oftast "Nújork" í útvarpinu. Thvj 4. desember 2007 kl. 15:31 (UTC)[svara]

Ég hef enga skoðun á deilumálinu en ég held að Chicago og Chile séu venjulega ekki borin eins fram. Ég held að Chile heiti "tsjíle" í Chile en Chicago heiti "sjíkagó" í Chicago. Haukur 20. febrúar 2008 kl. 11:11 (UTC)[svara]
Þetta skilar sér kannski ekki vel í riti, en hvernig vilt þú bera fram New York? --Cessator 4. desember 2007 kl. 15:37 (UTC)[svara]
"Njújork" :o) það má ekki gleyma j-hljóðinu" í "New". Thvj 4. desember 2007 kl. 15:42 (UTC)[svara]
Eða bara Nýjórvík. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 15:49 (UTC)[svara]
Það er af og frá. Auk þess heitir York ekki Jórvík, enda langt inni í landi. --Cessator 4. desember 2007 kl. 16:01 (UTC)[svara]
Já já. York tók ég bara úr þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 16:07 (UTC)[svara]
Ok, það er það sem mig grunaði en ég var ekki viss. Þess má geta að það eru ýmsar mállýskur í Bandaríkjunum þar sem nafnið er borið fram án j. Skv. OED er framburðurinn: Brit. /nju jɔk/, U.S. /n(j)uːˈjɔ (ə)rk/. Merriam-Webster bendir á að um framburð orðsins „new“ gildi: \ˈnü, chiefly British ˈnyü, in place names usually (ˌ)nu̇ or nə or (ˌ)ni\. Þetta er, að því er ég fæ best séð, alveg fullgildur framburður: í staðarheitum er orðið oftast borið fram eða --Cessator 4. desember 2007 kl. 16:01 (UTC)[svara]
Þetta er ástæðan afhverju svona er slæmt. Ekki hægt að komast á einn framburð. Persónulega líst mér best á njú-joog... látum r-ið lengja o-ið og sleppum r-inu alveg í framburði. Good save the queen. --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. desember 2007 kl. 16:07 (UTC)[svara]

Ætli -vík í Jórvík tengist ekki frekar -vicus [1]? sem var algengt germönskum borgarnöfnum. Og -vík í norrænu svo bara hljóðlíking - sem löng hefð er fyrir, sbr.: Jórsali, Frakkafurðu, Salernisborg osfrv. Ég held svo að ekki sé sniðugt að skrifa Sjíle eða Tsíle eða eitthvað slíkt - býst kannski heldur við að þið ætlið að fara miða við bandarískan framburð - en skrifa heldur annaðtveggja Síle eða Chile. --157.157.242.210 4. desember 2007 kl. 16:31 (UTC)[svara]

Skítt með NY, en ef skrifa ætti "Chile" og "Chicago", skv. framburði þá yrði það líklega "Tsjíle" og "Tsjíkagó", þ.a. ég tel best að halda sig við ensku stafsetninguna á þeim orðum. -- Annars er Chad skrifað "Tsjad" á is.wiki, þ.a. það væri e.t.v. ekki út í hött að skrifa einnig hin orðin með "Tsj-"? Thvj 4. desember 2007 kl. 17:55 (UTC)[svara]
Ég er sammála þér í grundvallaratriðum, við getum ekki farið að hljóðrita öll erlend nöfn og ættum ekki að reyna það. Það er algerlega út í hött að skrifa Chicago öðruvísi en nákvæmlega svona (og jafnfráleitt að reyna að þýða nafninð). Það verður samt að gera greinarmun á því að umrita nöfn sem hægt er að rita með okkar stafrófi (að meðtöldum viðbótarstöfunum) — sem mér finnst óþarft — og því hins vegar að umrita nöfn sem eru rituð með allt öðru letri, t.d. japönsk, kínversk, kóresk, rússnesk, grísk, arabísk og írönsk nöfn. En þá verðum við bara að styðjast við ákveðnar reglur um samsvörun stafa í ólíku letri (alfa = a, pí = p o.s.frv.) og förum eftir þeim óháð mismunandi framburði eftir landsvæðum. Svo eer líka tilvalið að notast við lista Íslenskrar málstöðvar svo langt sem hann nær. --Cessator 4. desember 2007 kl. 19:31 (UTC)[svara]
Þess má geta að Tsjad er einmitt rithátturinn sem Íslensk málstöð mælir með. Þar í landi eru franska og arabíska opinber tungumál og ég geri ráð fyrir að umritunin Tsjad stafi af því að þannig fæst samsvörun við arabíska nafnið skv. almennum umritunarreglum sem hægt er að styðjast við þegar umrita þarf arabísku en ekki bara þegar ákveðið var hvert nafnið á landinu ætti að vera á íslensku. Í Chile er töluð spænska, sem ekki þarf að umrita. Þannig að mér finnst dæmin vera eðlisólík og sú staðreynd að Tsjad sé ekki ritað Chad á íslensku finnst mér ekki vera rök með því að rita Síle (eða eitthvað annað) í stað Chile. --Cessator 4. desember 2007 kl. 19:36 (UTC)[svara]
Breytir því samt ekki að meginreglan er sú að íslenska öll landanöfn (og reyndar nöfn helstu borga líka). Chicago er raunar stundum skrifað Síkagó (Tinni í Ameríku t.d.) Chile er (minnir mig) eina undantekningin frá þessari reglu. --Akigka 4. desember 2007 kl. 22:46 (UTC)[svara]
Það er auðvitað gjörsamlega út í hött að skrifa Síkagó. Ég geri ráð fyrir að þú myndir aldrei leggja það til. Eða hvað? --Cessator 5. desember 2007 kl. 00:21 (UTC)[svara]
Nei, en það fer ekki heldur í taugarnar á mér og mér finnst það ekki út í hött, ekki eins og Nýja Jórvík t.d. sem virkar uppskrúfað og asnalegt. Það að íslenska nöfn (landa, þjóða, borga o.s.frv) er leið til þess að 'innlima' þessi heiti í íslensku og gerist næstum alltaf þegar tiltekið efni hefur verið lengi í umræðunni. Síkagó er t.d. gömul íslenskun og varð til á 3. áratugnum þegar margir Íslendingar fluttust þangað. Ástæðan er einfaldlega sú að orðin verða þjálli í samfelldu máli, auðsærra verður hvernig á að bera þau fram, beygja þau o.s.frv. Það er sérstaklega notkun orðanna í kveðskap (höfuðstafir og rím), samsetningum og beygðum myndum sem kallar á aðlögun að íslensku hljóðkerfi, og það er sjálfstætt ferli sem ekki gengur út á að komast eins nálægt framburði í upprunamálinu (ensku) heldur búa til nýtt orð sem hentar íslensku. Þegar þetta gerist (og ég er ekki að segja að við hér ættum að reyna að eiga frumkvæði að slíku - það væri út í hött) er það merki um að viðkomandi heiti er hætt að vera erlent og er orðið hluti af íslensku máli, og ekkert nema gott um það að segja. Bendi fólki á að lesa gamla Mogga eða fara í önnur eldri blöð á timarit.is til að sjá að orð sem okkur þykir algjörlega sjálfsagt að séu íslenskuð voru það alls ekki alla tíð (og nú á ég við 'íslenskun', ekki nýyrði). --Akigka 5. desember 2007 kl. 09:18 (UTC)[svara]
Að mínu viti er þetta algjör della. Landið heitir Chile og það skrifar engin Síle. Svo er ekki eins og íslenskan sé í hættu vegna erlendra landaheita eða að það sé í okkar verkahring að standa vörð um tunguna. Ætli menn að stunda málrækt hér er best að menn athugi hnökra í eigin máli og séu þannig til fyrirmyndar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 4. desember 2007 kl. 23:18 (UTC)[svara]
Ágætis punktur en með sömu rökum mætti segja að Danmörk heiti Danmark og Bretland heiti United Kingdom og Bandaríkin heiti United States of America. Staðreyndin er sú að það er venja að íslenska öll landaheiti... nema Chile... stundum - Sem hefur nákvæmlega ekkert með það að gera að vernda tunguna eða ekki. --Akigka 4. desember 2007 kl. 23:31 (UTC)[svara]
Væri fróðlegt að sjá hvaða séríslensku heiti eru til á löndunum Andorra og Laos, Panama og Senegal. --Cessator 5. desember 2007 kl. 00:26 (UTC)[svara]
Nei, það væri afar erfitt að nota sömu rök Akigka, það kalla allir Íslendingar löndin Danmörk, Bretland og Bandaríkin. Hins vegar segir nær engin Síle, ég rakst ekki á þetta í skrifum fyrr en ég fór að leita sérstaklega og þá á örfáum stöðum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. desember 2007 kl. 07:27 (UTC)[svara]
Tja, ef rökin eru á forminu „landið heitir X“ eins og þú settir þetta upp, eins og það væri einhver guð á himnum sem hefði ákveðið það... Hins vegar er til íslensk málnotkunarhefð, sem þú ert að vísa í þarna síðast, og er gott og gilt, enda hef ég ekkert á móti því að nota orðið Chile, vildi bara benda á að það kemur fremur illa út í ýmsu samhengi, sérstaklega þegar farið er að mynda önnur orð út frá landaheitinu (chileskur t.d.). --Akigka 5. desember 2007 kl. 09:08 (UTC)[svara]

Hinir skemmtilegu brjálæðingar í Nýfrónskunni kalla landið Kölfuland. og útskýra þannig og á ensku - og þykir mér lélegt af svo hörðum íslenskuaðdáendum. (The word ‘kalfa’ is an old word for ‘strip of land’, derived from ‘kálfi’ (calve). If Tierra del Fuego is the “foot of the inhabited world”, Chili forms the “calves of the world”). Þetta er nú bara svona til gamans. Hann hafið þetta Síle - það er svo vinalegt að sjá íslenskar tiktúrur. --85.220.94.85 5. desember 2007 kl. 00:50 (UTC)

Það er rangt hjá Friðriki fyrir ofan að enginn skrifi Síle eins og sjá má í Google leit. Rúv.is, Ferðaheimur, Doktor Sverrir Jakobsson, Vísindavefurinn, Alþingi og svo mætti áfram telja. Síle rithátturinn hefur verið að festa sig í sessi síðustu ár og ég skil ekki af hverju við ætlum að standa í vegi fyrir því. Kænugarður, Mikligarður og Lundúnir hafa hingað til ekki þótt draga úr borgunum sem svo voru þýddar yfir á ylhýra. Áfram Síle! --Stalfur 5. desember 2007 kl. 11:03 (UTC)[svara]

Sí! Viva la Síle! Fáni Cookseyja --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. desember 2007 kl. 11:16 (UTC)[svara]
Mér finnst eðlilegra að segja Kíev en Kænugarður, en Kíev er reyndar íslenskað heiti að sumu leyti eins og Síle. Það talar enginn í heiminum lengur um Miklagarð, þ.e. Konstantínópel (nema kannski Grikkir). Borgin heitir Istanbúl. --Cessator 5. desember 2007 kl. 14:02 (UTC)[svara]
Sem breytir því ekki að Alþingi og Vísindavefurinn nota Síle ásamt fleirum. --Stalfur 5. desember 2007 kl. 14:14 (UTC)[svara]
Það má koma fram að ef leitað er að Síle á Vísindavefnum skilar leitin fjórum svörum en ef leitað er að Chile skilar leitin 16 svörum (til viðbótar við tvö af hinum fjórum). Af svörunum fjórum sem notast við ritháttinn Síle eru þrjú eftir sama höfund, Jón Má Halldórsson, líffræðing, og eitt eftir Þorstein Gunnar Jónsson, nemanda í Háskóla unga fólksins. Að því er virðist rita allir aðrir pennar Vísindavefsins Chile, þ. á m. Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir, landfræðingur, í svörum vefsins um landafræði hér og hér og hér. Ritstjórnin sjálf skrifar undir eitt þessara 16 svara og aðstoðarritstjórinn undir annað. Það væri því villandi að gefa í skyn að Vísindavefurinn notist við ritháttinn Síle fremur en Chile úr því að margfalt fleiri birt svör hafa ritháttinn Chile en Síle og mun fleiri pennar vefsins rita nafnið þannig. --Cessator 5. desember 2007 kl. 14:41 (UTC)[svara]
Stalfur, ég sagði að nær engin notaði þennan rithátt. Að sjálfsögðu leitaði ég á Google og athugaði hversu algeng notkunin var. Þú segir að Vísindavefurin noti Síle, það er rétt, en hann notar líka Chile og það er mun algengari ritháttur. Það þyðir því lítið að vísa á Vísindavefin sem fyrirmynd. Chile er mun algengara og það er ekki hægt að þræta fyrir það. Síle verður bara tilvísun. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. desember 2007 kl. 15:37 (UTC)[svara]

Síle hefur aldrei verið kallað neitt annað en Síle (Chile) frá stofnun þess. Hræringarnar í Istanbúl er allt annar handleggur. Og nafnið Mikligarður er svo róttengt íslenskri menningu að ég heyrði mann síðast í gær nota það í spjalli. Þessi heiti eru að vísu sjaldgæfari: Engilsnes, Gullvarta og Laktjarnir um örnefni á þessum slóðum, en við eigum að halda þeim til haga. En hvort skrifað verður Síle eða Chile er spurning um smekk. Og um smekk má ræða fram í rauðan dauðann eða þar til ekki verður gert annað en að ræða ormhlykkina í S-inu og tunglbakið í C-inu og allir eru byrjaðir að geispa. Töfrar Wikipedíu eru tilvísanirnar og að alls sé getið. --157.157.242.210 5. desember 2007 kl. 14:36 (UTC)

Það er alveg rétt sem þú segir að það ætti að nefna þennan rithátt í greininni og láta Síle vísa á Chile. Umræðan snýst hins vegar um hvort greinin sjálf verði staðsett á Chile eða Síle. Eins og þú segir er þetta spurning um smekk, þá verður einfaldlega að ráða algengari rithátturinn. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 5. desember 2007 kl. 15:40 (UTC)[svara]

eitt sem gleymist í þessari ummræðu er að framburðurinn á Chile er í raun Tjíle og það er þessvegna sem það er svona vont að horfa á fólk skrifa og segja Síle enda á S ekkert skilt við T

Það er rétt og ég beinlínis skil ekki opinberu þýðinguna Síle. Það mælir ekkert með henni. Chad verður ekki að Sad á íslensku t.d. --Bjarki (spjall) 1. mars 2013 kl. 22:59 (UTC)[svara]

Heiti gjaldmiðils[breyta frumkóða]

Í umræðunni fyrir ofan ræddum við hvort nota ætti Chile eða Síle en heiti gjaldmiðilsins er síleskur pesi. Er hægt að samræma þetta á einhvern hátt? Er einhvern tíman talað um chilenskur pesi eða eitthvað? --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. febrúar 2008 kl. 06:41 (UTC)[svara]

Þetta er sú útgáfa sem orðabanki íslenskrar málstöðvar gefur upp (þeir eru með þýðingar á mörgum gjaldmiðlaheitum). Að öðrum kosti yrðum við að nota chileskur pesi (ekki chilenskur af því þetta er ekki chiland) - en þetta er einmitt dæmi um það sem ég nefndi hér að ofan að orð sem ekki samræmast íslensku ritkerfi valda vandræðum í afleiddum myndum. Tókuð þið t.d. eftir því hvað allir (keppendur, spyrill og dómari) áttu erfitt með að segja orðið gnocchi í Gettu betur á laugardaginn? Það var til hreinnar skammar. --Akigka 10. febrúar 2008 kl. 12:18 (UTC)[svara]
Já! Ég legg aftur til breytingar á titlinum, með aðrar forsendur í huga; samræmi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. febrúar 2008 kl. 16:03 (UTC)[svara]
Mér sýnist heldur ekkert annað vera í stöðunni en að kjósa um málið, þar sem að skoðunum okkar skiptast nokkrunveginn í 50:50. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. febrúar 2008 kl. 15:42 (UTC)[svara]

Síle eða Chile kosning (tiltill greinar)[breyta frumkóða]

Með Síle[breyta frumkóða]

  1. Vegna samræmingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 00:38 (UTC)[svara]
  2. Mér finnst nú skemmtilegra að hafa það Síle því það er nokkuð mikið notað finnst mér. Hef samt ekki kynnt mér þetta mikið svo ég gef þessu eitthverskonar 'week support'. Má það. --Steinninn 18. febrúar 2008 kl. 01:01 (UTC)[svara]
  3. Málstöðin nefnir hvort tveggja sem jafngilt. Ég er samt hrifnari af þessu. --Akigka 18. febrúar 2008 kl. 13:21 (UTC)[svara]
  4. Maxí 18. febrúar 2008 kl. 16:10 (UTC)[svara]
  5. Síle, segi ég ef ég má þá opna minn fúla trant í þessu samhengi. --85.220.93.45 19. febrúar 2008 kl. 00:05 (UTC)
    Þú mátt það og því fleiri sem tjá sig, því betra. En því miður verðurðu að hafa fyrir því að skrá þig inn til að geta kosið, IP-tölur hafa ekki kosningarétt :/ --Cessator 19. febrúar 2008 kl. 16:10 (UTC)[svara]

Með Chile[breyta frumkóða]

  1. Með Málstöðinni, framburði, góðum smekk og heilbrigðri skynsemi. Og tek undir með Jabba, rétt skal vera rétt. --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 06:05 (UTC)[svara]
    Nu vissi eg ekki til thess ad malstodin gudderadi Chile. En RUV notar Sile, hverju a madur ad trua? --Jabbi 18. febrúar 2008 kl. 13:18 (UTC)[svara]
    Málstöðin hefur Chile á sínum lista en Síle í neðanmálsgrein; sem sýnir að þeir samþykkja ritháttinn Síle en telja Chile eðlilegri. Ég er ekki viss um að Rúv sem besti mælikvarðinn, ekki frekar en t.d. Stöð 2, Mogginn/Mbl.is, Fréttablaðið eða 24 stundir. Allir þessir miðlar birta stundum ótrúlega klaufalegar villur og rugl, allir eru þeir stundum ósamkvæmir sjálfum sér og enginn þeirra hefur lagt höfuðið í bleyti um hvernig á að fara með heiti annarra landa eins og Málstöðin. --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 16:11 (UTC)[svara]
  2. Sammála Cessator. Stefán 18. febrúar 2008 kl. 06:30 (UTC)[svara]
  3. Skv. Málstöðinni. — Jóna Þórunn 18. febrúar 2008 kl. 09:34 (UTC)[svara]
  4. --BiT 18. febrúar 2008 kl. 15:30 (UTC)[svara]
  5. Kannski álíta menn hjá ÍSMÁL þetta jafngilt eins og Akigka segir þó túlkun Cessator sé sennilegri, samkvæmt þeim er Chile annað hvort betra orð eða jafngilt. Þá hlýtur að vera eðlilegt að skoða hvor rithátturinn er algengari, ég gerði smá samantekt:
    Morgunblaðið & Lesbók Morgunblaðsins (timarit.is): Síle (18) vs. Chile (5071)
    Google (takmarkað við leit á íslensku síðum): Síle (1110) vs. Chile (47.200)
    Vísindavefurinn (með Google leit): Síle (2) vs. Chile (18)
    Gegnir (miðað við íslenskt efni í ítarleit): Síle (1) vs. Chile (38)
    Leitaði svo í tveimur stórum ritverkum hérna heima, Saga mannkyns (16. binda ritröð frá AB) og Heims atlas Máls og menningar sem gefin var út 1998, þar er rithátturinn Chile notaður. Þetta eru afar stór og mikil verk sem eru til á mörgum heimilum og hljóta að teljast áhrifamikil. Ég held svo alveg örugglega að Chile sé notað í Alfræðiriti Ö&Ö, en það er heima hjá pabba svo ég get ekki skoðað það.
    Ég held ég geti sagt með nokkurri vissu að Chile sé margfalt algengari en Síle. Af þessum sökum tel ég ekki neitt raunverulegt tilefni til að ræða fegurð eða smekk, mér þykir þó mun eðlilegra að skrifa Chile og finnst Síle alveg einstaklega kjánalegt. Síle er borið fram öðruvísi en Chile, Tsíle væri raunar nær framburðinum en þó vantar upp á. Það er eiginlega ekkert til að kjósa um að mínu viti, en hér hafið þið þó mitt atkvæði ef því er að skipta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2008 kl. 19:34 (UTC)[svara]
  6. Ég er sammála Cessator og Friðriki. Til viðbótar við samantektina hér að ofan má nefna að með Google leit á Alþingisvefnum kemur Síle upp 25 sinnum en Chile 293 sinnum. Það er enginn vafi um algengasta ritháttinn. --Bjarki 18. febrúar 2008 kl. 19:41 (UTC)[svara]
    Þetta er nú ekki eingöngu um það. Eins og við öll vitum þá segja stjórnmálamenn, og flestir aðrir, næstum aldrei stjórnmál heldur "pólitík", en ekki dettur mér í hug að við skiptum um titil á þeirri grein, er það? --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 23:14 (UTC)[svara]
    Ég veit ekki hvaða stjórnmálamenn þú ert að hlusta á þá. Stjórnmál (2.140.000) eru ekki í neinni útrýmingarhættu gagnvart pólitík (212.000). Vont dæmi. --Bjarki 18. febrúar 2008 kl. 23:22 (UTC)[svara]
    Ég horfði nú bara á Mannamál til dæmis í gær, með Össuri og þáttastjórnandanum, ekki fannst mér ég heyra annað en pólitík hitt og pólitík þetta. Ég er frekar næmur á þetta þar sem að ég þoli ekki þetta orð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 23:30 (UTC)[svara]
    Kannski meira notað í talmáli en ritmáli/bókmáli. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 23:30 (UTC)[svara]
Gæti líka verið það sem kallast á ensku confirmation bias („staðfestingarskekkja“ á íslensku kannski), ef maður er illa haldin órum um að tökuorð séu alls staðar að taka völdin er maður líklegur til að leita þau uppi (ómeðvitað) og taka ekki eftir góðu máli. Ég hugsa að tökuorð verði ekki til þess að menn hætti að tala íslensku í bráð, það er miklu betra að einbeita sér að því að menn noti þau orð og orðatiltæki sem til eru rétt (þar gætir þú sjálfur lagt þig betur fram og ég raunar líka ). Mér finnst raunar ekkert að því að menn noti orðið pólitík til að forðast stagl, en það er að sjálfsögðu slæmt ef það er kækur hjá Össuri að nota bara pólitík, þó þetta sé kannski ekki besta dæmið hvað þessa umræðu varðar. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. febrúar 2008 kl. 13:16 (UTC)[svara]

Hlutlaus[breyta frumkóða]

  1. Rétt skal vera rétt. Þótt máltilfinninguna fyrir þessu orðskrípi vanti --Jabbi 18. febrúar 2008 kl. 01:06 (UTC) Eg hleyp barasta i skjol --Jabbi 19. febrúar 2008 kl. 15:22 (UTC)[svara]

Þessar kosningar eru fáránlegar[breyta frumkóða]

Að ákveða greinatitla út frá því hversu margir notendur fást til að kvitta undir annan hvorn er fáránlegt. Það ætti að ákvarða þetta út frá öðrum forsendum en einhverri vinsældarkeppni. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. febrúar 2008 kl. 13:29 (UTC)[svara]

Ástæða þessara vandræða er sú að forsendurnar sem þú vísar í eru misvísandi í tilfelli Chile/Síle þar sem listi málstöðvarinnar gefur báðar myndirnar upp. --Akigka 18. febrúar 2008 kl. 13:37 (UTC)[svara]
Málstöðin gefur á nokkrum stöðum upp tvær myndir en við notum aðra. Hægt er að nota aðrar heimildir t.d. tíðni notkun myndanna í rituðu máli, fréttum eða bara svo til hvað sem er sem ekki er kosning á milli notenda á þessu riti. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. febrúar 2008 kl. 13:44 (UTC)[svara]
Hver á að mæla tíðnina? Til hvaða vettvangs á mælingin að taka? Ljósvakamiðla, prentmiðla? Hvaða fjölmiðla nákvæmlega? Og hvaða tímabils í málsögunni á mælingin að taka til? Síðustu 5 ára? Síðustu 10 ára? Síðustu 20 ára? Síðasta aldarfjórðungs? Og hversu afgerandi forystu þarf önnur hvor orðmyndin að hafa í mælingunni? Er nóg að í 55% tilfella sé notuð orðmyndin Chile? Hver á að fá að ákveða svörin við þessum spurningum? --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 13:49 (UTC)[svara]
Ég veit það ekki, en að taka þetta saman og önnur rök og mótrök gegn því að nota Chile eða Síle væru mun betri forsendur fyrir ákvörðun en kosning finnst mér. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. febrúar 2008 kl. 13:58 (UTC)[svara]
Sammála því, samantekt er gagnleg. En hvað svo þegar menn eru ekki sammála um hvaða rök vega þyngst á metunum? --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Ég er sammála því að það eigi ekki almennt að ákveða heiti á greinum, eins og þessari, með kosningu. Hins vegar geta alltaf verið grá svæði og nafnavenjur ekki alltaf skýrar (sést t.d. á því að Málstöðin nefnir tvö möguleika þótt annar sé hafður í neðanmálsgrein). Hvernig á þá að ákveða? Með rökræðu, myndi ég segja, en það getur líka gerst að rökræður gefa ekki skýra niðurstöðu. En síðan sem þú vísar í um að kosningar séu af hinu illa á ekki við hér, því þar eru meginrökin m.a. þau að það að efna strax til konsinga geti komið í veg fyrir að málin verði rædd; en hér kemur kosningin einmitt í kjölfar umræðu um málið og virðist ætlað að fá skýra niðurstöðu út úr þeim umræðum sem hafa fengið góðan tíma og innlegg komið frá mörgum notendum. --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 13:41 (UTC)[svara]
Svo ég bæti smá við til að hafa líka flottan tengil, þá eru kosningar stundum gagnlegar. --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 13:46 (UTC)[svara]
Það er smá til í því að það sé asnalegt að kjósa um þetta. Það er smá eins og að fólk myndi kjósa um það að kalla Íslandsgreinina „Snæland“ vegna þess að það er flottara. Persónulega þá hef ég það sem reglu að greinar ættu að heita það sem ég býst við að sjá þegar ég fer á greinina. Ég myndi t.d. ekki búast við að sjá „Lýðveldið Ísland“ þegar ég færi á grein um Ísland, né myndi ég búast við að sjá Gallus gallus domesticus þegar ég fer á grein um kjúlla. Í þessi tilfelli myndi ég búast við að sjá Chile sem greinarnafn, það er hefð fyrir íslenskun ýmissa sérnafna en það að það sé ágreiningur um þetta er lifandi sönnun þess að nafnið „Síle“ sé einfaldlega ekki í almennu máli. --Baldur Blöndal 18. febrúar 2008 kl. 14:00 (UTC)[svara]
Reyndar sem útidúr væri ég til í að hafa Ísland á Lýðveldið Ísland til að aðgreina eyjaklasan frá núverandi stjórn sem hefur starfað þar síðan 1944. En það er annað mál. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. febrúar 2008 kl. 14:04 (UTC)[svara]
Þetta er áhugaverð pæling og væri gaman að taka þessa umræðu einhvern tíma. Við höfum hér dæmi um t.d. Strandir vs. Strandasýsla sem eiga ekki 100% við um sama hlut en eru sama greinin hér, og sem dæmi um hitt: en:Halland County vs. en:Halland. Ég hef þau mótrök gegn skiptingu að önnur greinin myndi alltaf dóminera hina af því allt sem hægt er að segja um A er líka hægt að segja um B og öfugt þannig að allt efnið myndi safnast á A þótt það ætti jafnvel heima á B. B yrði þannig óhjákvæmilega bara stubbur. --Akigka 18. febrúar 2008 kl. 14:30 (UTC)[svara]
Þetta er ágætis punktur: sú staðreynd að það er ekki afgerandi meirihluti með orðmyndinn Síle sýnir á vissan hátt að staða þeirrar orðmyndar er ekki sterk og rótgróin í málinu. Á hinn bóginn er úrtakið ekki mjög stórt hérna, varla marktækt. En hvað um það. Ég get hins vegar ekki séð að þetta mál sé sambærilegt við kosningu um Ísland/Snæland; í fyrsta lagi er þar um ólík nöfn að ræða en ekki ólíkan rithátt sama nafnsins; í öðru lagi er sú hugmynd að láta þessa grein heita Síle ekki fráleit og ekki nándar nærri eins fráleit og að láta greinina um Ísland heita Snæland — Snæland er ekki á gráu svæði eins og Síle. Þannig að það finnst mér ekki sambærilegt, kosning um fráleita hugmynd annars vegar og kosning um hugmynd sem er ekki fráleit hins vegar. --Cessator 18. febrúar 2008 kl. 14:11 (UTC)[svara]

Svo megidi ekki gleyma ad anda lett. Thad er allt i thessum heimi breytilegt. Thad ma alltaf breyta nidurstodunni seinna. Thegar umraeda hefur thegar att ser stad og ljost er ad agreiningur er enn um hvort se rettara tha thykir mer edlilegt ad kjosa um thad. Aevar ef thu ert med goda hugmynd um thad hvernig haegt se ad utklja thetta med "hlutlausum", eda alltent oumdeildum, haetti tha skaltu endilega leggja thad til. I millitidinni sjaum hvernig landid liggur gagnvart thessu, tokum akvordun og snuum okkur ad merkilegri vidfangsefnum. --Jabbi 18. febrúar 2008 kl. 14:10 (UTC)[svara]

Kjörklefar eru enn opnir held ég. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 14:53 (UTC)[svara]

Kostning á aldrei að koma í staðin fyrir góða umræðu um þetta, en núna er búin að standa yfir allt of löng umræða og engin niðurstaða komst. Svo að kosning var í minni skoðun besta leiðin. --Steinninn 18. febrúar 2008 kl. 16:04 (UTC)[svara]

Að mínu viti fékkst niðurstaða í þessu máli, það var alveg ljóst að Chile er margfalt algengari ritháttur og mjög líklegt að ÍSMÁl taki þann rithátt fram yfir Síle (og í versta falli álítur rithættina jafnoka). Menn voru aðalega að ræða um hvað þeim finnst fallegra, sem eiginlega kemur ekki málinu við þegar þessi ritháttur er svona auðsjáanlega yfirgnæfandi. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. febrúar 2008 kl. 19:40 (UTC)[svara]
Ef við förum að tala um fagurfræði þá finnst mér nú bæði orðin óhemju ljót.. --Baldur Blöndal 19. febrúar 2008 kl. 13:52 (UTC)[svara]
Mér finnst Síle ekki ljótt orð í sjálfum sér, það er hins vegar kjánalegt þar sem það passar ekki við framburð sem er oftast Tjíle eða Tsíle, eiginlega eins og að segja Sé Guevara í staðinn fyrir Che Guevara. Menn gætu notað þetta orð um franskan síldarrétt og ég myndi ekki kippa mér upp við það, orðið er ekki ljótt þannig séð. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 19. febrúar 2008 kl. 15:14 (UTC)[svara]
Það er einfaldlega bara ekkert sem segir einhverjum sem talar íslensku að móðurmáli hverning eigi að bera þetta fram. --Stefán Örvarr Sigmundsson 20. febrúar 2008 kl. 12:48 (UTC)[svara]
Svo er það hulin ráðgáta að vita í hvaða helvísi kyni orðið sé. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. mars 2008 kl. 22:09 (UTC)[svara]
En það gildir líka um „Síle“. --Cessator 16. mars 2008 kl. 22:15 (UTC)[svara]
Ég set það bara í hvorgkyn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. mars 2008 kl. 22:25 (UTC)[svara]
Það geri ég líka en það er samt ekkert við orðið sjálft sem segir manni að það eigi að vera í hvorugkyni, ekki frekar en Chile. Svo er jafn auðvelt að tala um Chile í hvorugkyni. --Cessator 16. mars 2008 kl. 22:27 (UTC)[svara]

Mér sýnist Orðabókaútgáfan skella þessu á Síle og Sílebúi. Það er svolítið bjánalegt að segja Chile og Sílebúi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. maí 2008 kl. 09:15 (UTC)[svara]

Enda segir maður Chile og Chile-menn skv. Íslenskri málstöð. --Cessator 11. maí 2008 kl. 13:22 (UTC)[svara]
En hvað um myntina þeirra, chilenskur pesi? --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. maí 2008 kl. 07:38 (UTC)[svara]
Chileskur. --Cessator 15. maí 2008 kl. 12:04 (UTC)[svara]