Fara í innihald

Taekwondo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá TaeKwonDo)
Taekwondo-keppni.

Taekwondo (kóreska: 태권도; framburður: tæ-kvon-dó) er kóresk bardagalist og þjóðaríþrótt Suður-Kóreu. Hún er byggð á alda gamalli sjálfsvarnarlist sem Kóreubúar fundu upp fyrir um tvöþúsund árum til þess að verja sig. Í dag er taekwondo íþrótt þar sem keppt er í poomse (form), kyourgi (bardagi) og kykopa (brot).

Núna er Taekwondo þjóðaríþrótt Suður-Kóreu og er helsta bardagaíþróttin sem notuð er í kóreska hernum. Taekwondo er samansett af þrem orðum: „tae“ (fótur), „kwon“ (hnefi) og „do“ (leið) og saman þýða þau „fóta- og handatækni“. Árið 1988 var í fyrsta sinn keppt í Taekwondo á Ólympíuleikunum og frá árinu 2000 hefur íþróttin verið fullgild á Ólympíuleikunum.

Björn Þorleifsson hefur náð einna lengst í íþróttinni á Íslandi en hann er margfaldur Norðurlandameistari með svarta beltið. Í dag eru 16 félög á Íslandi sem kenna listina. Meðal félaga sem kenna greinina er Taekwondodeild Fram Grafarholti og U.M.F.A (ungmennafélag Aftureldingar)

Tignir og belti

[breyta | breyta frumkóða]

Litir belta geta verið mismunandi eftir skólum.

  Þessi bardagaíþróttargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.