Fara í innihald

Ninjaskjaldbökurnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá TMNT)

Ninjaskjaldbökurnar eða Teenage Mutant Ninja Turtles, TMNT, („stökkbreyttu táninganinjaskjaldbökurnar“) eru fjórar stökkbreyttar skjaldbökur sem lærðu bardagalistina ninjutsu til sjálfsvarnar og berjast gegn glæpamönnum New York-borgar ásamt meistara sínum Splinter, sem er stökkbreytt rotta. Þær birtust fyrst í myndasögublöðum árið 1984 sem voru samin af Kevin Eastman og Peter Laird. Skjaldbökurnar voru skírðar í höfuðið á endurreisnarlistamönnunum Leonardo da Vinci, Raffaello Sanzio (Rafael), Michelangelo Buonarroti og Donato di Niccolò (Donatello).