TF-RÁN (flugbátur)
- Sjá TF-RÁN fyrir þyrluna sem fórst 1983.
TF-RAN | |
TF-RAN | |
Tegund: | PBY-6 Catalina |
---|---|
Árgerð: | 1985 |
Hreyflar | Tveir Pratt & Whitney R-1830-92A Twin Wasp |
TF-RAN var PBY Catalina flugbátur í eigu Landhelgisgæslu Íslands. Flugbáturinn var kenndur við gyðjuna Rán, persónugerving hafsins úr norrænni goðafræði.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Flugbátinn keypti Flugmálastjórn af varnarliðinu á Keflavikurflugvelli, en botn hans hafði skemmst upp við landsteina rétt hjá Þórshöfn á Langanesi í maí 1954. Bandaríkjamenn töldu viðgerð ekki borga sig og buðu íslendingum að kaupa flugvélina í því ástandi sem hún var í. Eftir bráðabirgðaviðgerð var henni flogið til Reykjavíkur, en endanleg viðgerð fór fram hjá SAS í Kaupmannahöfn. Hann var í notkun hjá Flugmálastjórn, sem TF-FSD, til 10. desember 1955, er Landhelgisgæslan eignaðist bátinn.[1] Flugbáturinn var fyrsta loftfarið í eigu Landhelgisgæslunar en áður hafði hún leigt flugvélar til tímabundinna verkefna.[2] Lofthæfisskirteini flugvélarinnar rann út 12. janúar 1963 og var ekki endurnýjað. Hún var seld til niðurrifs 1966, en hún var þá talin ónýt eftir að hafa fokið á bakið í stórviðri.[3][4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Þegar hún birtist undan svörtu éli...“. Vikan. 2. október 1958. Sótt 25. Ágúst 2018.
- ↑ „Landhelgisgæslan á flugi“. Landhelgisgæsla Íslands. Sótt 25. Ágúst 2018.
- ↑ „Catalina flugbátar á íslandi“. Morgunblaðið. 14. maí 1995. Sótt 25. Ágúst 2018.
- ↑ „Catalina“. Æskan. 1. febrúar 1972. Sótt 25. Ágúst 2018.