TCP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

TCP eða TCP-samskiptareglur[1] (skammstöfun á enska Transmission Control Protocol) er einn af grundvallarsamskiptastöðlum Internetsins. TCP tilheyrir fjórða lagi OSI lagaskiptingarinnar sem nefnist flutningslagið (e. transport layer). Hlutverk TCP-staðalsins er að þjónusta þau lög fyrir ofan hann (aðallega application layer) til þess að flytja gögn yfir netkerfi. TCP-staðallinn nýtir sér síðan þjónustur IP-samkiptarstaðalsins sem er í netlaginu (e. network layer).

Það eru margir kostir við TCP-staðallinn en hann býður upp á þjónustur sem hraðaflæðisstjórnun (e. flow control), teppustjórnun (e. congestion control) og villufrían gagnaflutning (e. error free data transfer). UDP-staðallinn sem er sambærilegur við TCP býður ekki upp á þessar þjónustur. Hugbúnaðarhönnuður sem kýs að nota UDP getur, ef hann vill og telur þörf á, útfært einhverjar af þjónustunum sem TCP býður upp á í forritalaginu.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. TCP-samskiptareglur kv. ft. af Tölvuorðasafninu
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.