Fara í innihald

TCP

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

TCP eða TCP-samskiptareglur[1] (skammstöfun á enska Transmission Control Protocol) er einn af grundvallarsamskiptastöðlum Internetsins. TCP tilheyrir fjórða lagi OSI lagaskiptingarinnar sem nefnist flutningslagið (e. transport layer). Hlutverk TCP-staðalsins er að þjónusta þau lög fyrir ofan hann (aðallega application layer) til þess að flytja gögn yfir netkerfi. TCP-staðallinn nýtir sér síðan þjónustur IP-samkiptarstaðalsins sem er í netlaginu (e. network layer).

Það eru margir kostir við TCP-staðallinn en hann býður upp á þjónustur sem hraðaflæðisstjórnun (e. flow control), teppustjórnun (e. congestion control) og villufrían gagnaflutning (e. error free data transfer). UDP-staðallinn sem er sambærilegur við TCP býður ekki upp á þessar þjónustur. Hugbúnaðarhönnuður sem kýs að nota UDP getur, ef hann vill og telur þörf á, útfært einhverjar af þjónustunum sem TCP býður upp á í forritalaginu.

TCP er notað af mörgum samskiptastöðlum, t.d. þeim algengasta á netinu, HTTP, bæði í útgáfu HTTP/1.1 og í HTTP/2 en ekki í nýjasta staðlinum HTTP/3 sem notar UDP í staðinn. Sá staðall hefur ákveðinn stuðning frá og með september 2019, í t.d. Google Chrome.[2][3] Ef eða þegar HTTP/3 tekur yfir þá minnkar notkun á TCP sem því nemur. Þar sem HTTP stendur á bak við mikinn meirihluta af notkun á TCP, er líklegt að TCP verði mun minna notað í framtíðinni.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. TCP-samskiptareglur kv. ft. Geymt 29 apríl 2015 í Wayback Machine af Tölvuorðasafninu
  2. Cimpanu, Catalin (26. september 2019). „Cloudflare, Google Chrome, and Firefox add HTTP/3 support“. ZDNet. Sótt 30 október 2019.
  3. „HTTP/3: the past, the present, and the future“. The Cloudflare Blog (enska). 26. september 2019. Sótt 30. október 2019.
  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.