Tûranor PlanetSolar
Útlit
Tûranor PlanetSolar er stærsti sólarorkuknúni bátur heims. Hann er vélknúin tvíbytna, 31 metri á lengd og með 85 tonna særýmd. Báturinn var smíðaður í Kíl í Þýskalandi sem hluti af verkefninu PlanetSolar undir stjórn svissneska landkönnuðarins Raphaël Domjan. Honum var hleypt af stokkunum 31. mars 2010.
Þann 27. september 2010 hélt Tûranor PlanetSolar af stað í hnattsiglingu sem hann lauk eftir 584 daga, þann 4. maí 2012.