Táningsbækur (kvikmynd)
Táningsbækur | |
---|---|
Young Adult | |
Leikstjóri | Jason Reitman |
Handritshöfundur | Diablo Cody |
Framleiðandi | Jason Reitman Diablo Cody |
Leikarar | |
Frumsýning | 9. desember 2011 17. febrúar 2012 |
Lengd | 94 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | Bönnuð innan 12 |
Ráðstöfunarfé | $12.000.000 |
Táningsbækur er bandarísk gamanmynd frá árinu 2011 sem Jason Reitman leikstýrði. Handrit myndarinnar er skrifað af Diablo Cody sem vann áður með Reitman á mynd hans Júnó frá árinu 2006. Charlize Theron fer með aðalhlutverkið í myndinni sem vinsæll skáldsagnahöfundur sem snýr aftur til heimabæjar síns stuttu eftir skilnað hennar til þess að endurvekja ástarævintýri með fyrrverandi kærasta sínum.
Myndin kom út í Bandaríkjunum þann 9. desember 2011 og hlaut mikil fagnaðarlæti gagnrýnenda. Charlize Theron var tilnefnd sem besta leikkona í gamanmynd á 69. Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Skömmu eftir skilnað sinn, þá snýr skáldsagnahöfundur aftur heim til sín í litla bæinn í Minnesota, og reynir að endurvekja ástarævintýri með gömlum kærasta, sem nú er giftur og á börn.[1]
Leikendur
[breyta | breyta frumkóða]- Charlize Theron sem Mavis Gary
- Patton Oswalt sem Matt Freehauf
- Patrick Wilson sem Buddy Slade
- Elizabeth Reaser sem Beth Slade
- Collette Wolfe sem Sandra Freehauf
- Hettienne Park sem Vicki Robek
- J. K. Simmons sem yfirmaður Mavisar