Tálknamandra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Tálknamandra
Tálknamandra sem skortir litarefni
Tálknamandra sem skortir litarefni
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Skipting: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Froskdýr (Amphibia)
Ættbálkur: Salamandra (Urodela)
Ætt: Jarðmöndrur (Ambystomatidae)
Ættkvísl: Ambystoma
Tegund: Tálknamandra
Tvínefni
Ambystoma mexicanum
Heimkynni, Alríkishérað Mexíkó
Heimkynni, Alríkishérað Mexíkó

Tálknamandra (fræðiheiti: Ambystoma mexicanum) er undirfylking salamöndrur. Ólíkt flest önnur froskdýr þá skipta tálknamöndrur ekki um búsvæði, þær eyða alla lífstíð i vatni. Þær eru einstakar í því að þær myndbreyting á sér ekki stað[1]. Þær verða að fullþroskuðum halakörtum, þær halda mörgum eiginleikum frá lifrustiginu en þau vaxa útlimi í gegnum þroskaskeiðið. Þau ná kynþroska á lifrustigi[2].

Tálknamöndrur geta lifað í allt að 15 ár, en meðal lífstíð tálknamöndrur er 10 ár[3]. Ástand tegundarinnar er í mikilli útrýmingarhættu samkvæmt rauða lista IUCN[4] og eru þær meðal annars í hættu vegna eyðileggingu búsvæða og vegna þess að þær eru teknar í of miklu magni úr náttúrunni.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Tálknamöndrur halda eiginleika frá lifrustiginu í gegnum alla lífstíð af því að þeim mistekst að myndbreytast, þó að þær vaxa lungu líkt og aðrar fullþroskaðar salamöndrur verða þær aldrei líkar þeim í útliti. Þær hafa einstakan eiginleika og það er tálknin þeirra sem líkjast greinar, þessi tálkn eru þakin í frjóþráðir sem líkjast fjaðrir og gera tálknamöndrur kleift að safna meira af súrefni úr vatni [5].

Tálkn á tálknamöndru.

Endurmyndun[breyta | breyta frumkóða]

Tálknamöndrur hafa þann eiginleika að þær geta endurmyndað glötuð, líffæri, útlimi og að hluta til heilinn þeirra. Þessi eiginleiki hefur verið rannsakaður af vísindamönnum og það telst mikilvægt að geta skilið þetta ferli þannig að hægt væri mögulega að hjálpa mannverum. Ferlið getur tekið nokkrar vikur og yngri tálknamöndrur geta það á styttri tíma en eldri tálknamöndrur. [6].


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. https://www.britannica.com/animal/axolotl
  2. Axolotl, the mexican walking fish. Skoðað þann 15. maí 2017: https://www.aboutanimals.com/amphibian/axolotl
  3. Mexican Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: http://animals.nationalgeographic.com/animals/amphibians/axolotl/
  4. Luis Zambrano, Paola Mosig Reidl, Jeanne McKay, Richard Griffiths, Brad Shaffer, Oscar Flores-Villela, Gabriela Parra-Olea, David Wake et al. (2010). Dionaea muscipula. 2006 Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. IUCN 2006. Sótt 15 May 2017. Listed as Critically Endangered (VU A1acd, B1+2c v2.3)
  5. Ambystoma mexicanum, skoðað þann 15. maí 2017: http://eol.org/pages/1019571/details
  6. Biology of axolotls, skoðað þann 15. maí 2017: http://www.axolotl.org/biology.htm

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: https://www.britannica.com/animal/axolotl

Axolotl, the mexican walking fish. Skoðað þann 15. maí 2017: https://www.aboutanimals.com/amphibian/axolotl/

Mexican Axolotl, skoðað þann 15. maí 2017: http://animals.nationalgeographic.com/animals/amphibians/axolotl/

Ambystoma mexicanum, skoðað þann 15. maí 2017: http://eol.org/pages/1019571/details

Biology of axolotls, skoðað þann 15. maí 2017: http://www.axolotl.org/biology.htm

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.