Sviðnur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sviðnur eru eyjar í Inneyjum á Breiðafirði. Þær liggja 3-4 kílometra í hásuður frá Bæjarey í Skáleyjum. Bæjareyjan er lítil og úteyjar einnig. Bær sem þar stóð brann árið 1956 og hafa eyjarnar síðan verið í eyði. Talið er að eyjarnar hafi hlotið nafn af eldi sem þar hafi verið kveiktur i kjarri, og þá ef til vill brunnið (sviðnað) meira en til var ætlast.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.