Fara í innihald

Sverrir Jakobsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sverrir Jakobsson (f. 18. júlí 1970) er íslenskur sagnfræðingur.

Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum við Sund árið 1990, lauk svo B.A.-prófi við Háskóla Íslands 1993 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Leeds í Bretlandi. Lauk svo doktorsprófi frá HÍ 2005. Sverrir var aðjunkt í sagnfræði við Háskóla Íslands árin 2010-2013, lektor 2013-2014 og hefur starfað sem prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands frá árinu 2014 .

Á menntaskólaárum sínum komst hann ásamt tvíburabróður sínum Ármanni þrívegis í úrslit í Gettu betur og sigraði í keppninni árið 1990.

Sverrir var í forsvari fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og formaður þeirra 1999-2000. Þá var hann formaður Hagþenkis, félags höfunda kennslubóka og fræðirita 2000-2008.

Helstu bækur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Við og veröldin. Heimsmynd Íslendinga 1100-1400 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005).
  • Saga Breiðfirðinga I. Fólk og rými frá landnámi til um 1400 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2015).
  • Auðnaróðal. Baráttan um Ísland 1096-1281 (Reykjavík: Sögufélag, 2016).
  • Kristur. Saga hugmyndar (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2018).
  • The Varangians. In God´s Holy Fire (Basingstoke: Palgrave Macmillan, 2020).

Meðhöfundur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Historical Dictionary of Iceland, 3. útgáfa (ásamt Guðmundi Hálfdanarsyni, Lanham: Rowman & Littlefield, 2016).
  • Engin venjuleg verslun – Saga Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins í 90 ár (ásamt Hildigunni Ólafsdóttur og Sumarliða Ísleifssyni, Reykjavík: Vínbúðin ÁTVR, 2018).
  • Íslenzk fornrit 31-32. Hákonar saga Hákonarsonar (ásamt Þorleifi Haukssyni og Tor Ulset, Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag, 2013).
  • Þjóðerni í þúsund ár? Ritstj. Sverrir Jakobsson, Jón Yngvi Jóhannsson og Kolbeinn Proppé (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2003).
  • Images of the North. Histories-Identities-Ideas (Studia Imagologica. Amsterdam Studies on Cultural Identity, 14 (Amsterdam: Rodopi, 2009).
  • The Routledge Research Companion to the Medieval Icelandic Sagas. Ritstj. Ármann Jakobsson og Sverrir Jakobsson (London & New York: Routledge, 2017).
  • Sturla Þórðarson (1214-1284) – Skald, Chieftain and Lawman. Ritstj. Jón Viðar Sigursson og Sverrir Jakobsson (Turnhout: Brill, 2017).
  • Hugmyndaheimur Páls Briem. Ritstj. Ragnheiður Kristjánsdóttir og Sverrir Jakobsson (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, 2019).