Fara í innihald

Svend Grundtvig

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svend Grundtvig
Svend Grundtvig

Svend Hersleb Grundtvig (9. september 1824-14. júlí 1883) var danskur bókmenntasögufræðingur og þjóðfræðingur. Hann er einkum þekktur í heimalandi sínu fyrir að hafa safnað dönskum þjóðkvæðum. Grundtvig hafði snemma gífurlega mikinn áhuga á dönskum sagnadönsum eða danskvæðum. Hann safnaði þeim og gaf út í riti sínu er ber heitið Danmarks gamle folkeviser. Svend Grundtvig safnaði einnig íslenskum fornkvæðum (sagnadönsum) með Jóni Sigurðssyni forseta og gáfu þeir út afraksturinn árin 1854-1859 í 3. bindum í ritröðinni Nordiske oldskrifter. Þetta þriggja binda verk innan ritraðarinnar þeirra Jóns og Grundtvigs fékk heitið Íslensk fornkvæði.


Tungumálakunnátta Grundtvigs var afar mikil og lærði hann til að mynda engilsaxnesku, latínu og íslensku í æsku með atbeina föður hans N. F. S. Grundtvig.

Tengsl Grundtvigs við Ísland

[breyta | breyta frumkóða]

Svend Grundtvig gaf út safn sitt af íslenskum fornkvæðum með Jóni Sigurðssyni forseta á árunum 1854-59[1]. Þá var Grundtvig fyrstur manna til þess að færa rök fyrir því að Snorri Sturluson hafi samið Egils sögu.

Tengsl Grundtvigs við Færeyjar

[breyta | breyta frumkóða]

Svend Grundtvig hvatti færeyska kollega sinn og félaga V. U. Hammershaimb til þess að safna færeyskum þjóðkvæðum (sagnadönsum) af vörum samlanda hans. Afraksturinn var ritið Føroya kvæði: Corpus Carminum Færoensium. Söfnun Hammershaimbs á færeyskum þjóðkvæðum og dönsum er ómetanlegt framlag hans til færeysku þjóðarinnar enda eru kvæðin talin með helstu menningarverðmætum þeirra.

  1. „Svend Grundtvig | lex.dk“. Dansk Biografisk Leksikon (danska). Sótt 18. nóvember 2022.