Fara í innihald

Sven-Göran Eriksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eriksson (2012).

Sven-Göran Eriksson (f. 5. febrúar 1948 í Sunne, Svíþjóð – d. 26. ágúst 2024) var sænskur knattspyrnumaður og knattspyrnustjóri.

Eriksson spilaði sem bakvörður í knattspyrnu en sneri sér að þjálfun árið 1977 og sinnti því starfi þangað til 2019. Hann stýrði félögum m.a. í Svíþjóð, Portúgal, Englandi og Ítalíu og vann 18 titla þar. Einnig stýrði hann félögum í Asíu, Afríku og Norður-Ameríku. Eriksson stýrði landsliðum Englands, Mexíkó, Filippseyja, og Fílabeinsstrandarinnar.

Hann lést árið 2024 úr briskrabbameini.