Sveinn (iðnaðarmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Navere, förusveinar frá Skandinavíu í hefðbundnum klæðum.

Sveinn eða iðnsveinn er iðnaðarmaður sem lokið hefur sveinsprófi og telst því útlærður. Í sumum iðngreinum tíðkast að ljúka sveinsstykki sem hluta af sveinsprófi. Frammistaða í slíku prófi er oftast metin af meisturum í viðkomandi iðngrein. Sveinsbréf er vottorð um að viðkomandi hafi lokið sveinsprófi.

Á miðöldum voru sveinar útlærðir iðnaðarmenn sem ekki ráku sjálfstætt fyrirtæki heldur unnu hjá meisturum fyrir daglaun. Lærlingar unnu hins vegar fyrir kost. Hugtakið förusveinn á við um svein sem flakkar milli meistara til að öðlast aukna færni í sinni iðn, en það var álitið mikilvægur hluti af menntun sveina sem hugðust sjálfir gerast meistarar. Þessi hefð hefur haldist sums staðar í Evrópu.

Í þýðingu sinni á Hamlet bjó Helgi Hálfdánarson til orðið „hlaupasmiður“ sem þýðingu á enska heitinu journeyman; nature's journeymen = „hlaupasmiðir náttúrunnar“.