Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum
Forsíða Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum
Gerð SG - 138
Flytjandi Sveinn Ásgeirsson
Gefin út 1980
Tónlistarstefna Fræðslu og gamanefni
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur

Sveinn Ásgeirsson - Úr útvarpsþáttum er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980. Á henni má heyra úrval úr útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar frá árunum 1952 - 1960.


Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Já eða nei - Þátturinn Já eða nei var einhver vinsælasti útvarpsþáttur Sveins Ásgeirssonar. Þetta sýnishorn, sem hér er var hljóðritað á Akranesi. Einn þátttakenda í spurningaleik þessum var Ragnar Jóhannesson, sem þá var skólastjóri á Akranesi. Hljóðdæmi 
 2. Rímnasnillingarnir A - Eitt hið eftirminnilegasta úr þáttum Sveins er hlutur hinna svonefndu rímsnillinga. Þessi hljóðritun, sem hér getur að heyra er frá Akureyri og þar koma þeir Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson og Karl Ísfeld við sögu.
 3. Vogum vinnur, vogum tapar A - Þættir Sveins með þessu heiti voru vinsælir og spennandi enda til hárra verðlauna var að vinna. Hinn kornungi, Páll Einarsson stendur sig hér með prýði. Nú er Páll kunnur jarðeðlisfræðingur.
 4. Hvert er starfið? - Snillingarnir svokölluðu fengu tuttugu spurningar til að komast að því hvert starf þess væri, sem við hljóðnemann var. Þessi hljóðritun er frá Akranesi og þá voru snillingarnir þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Friðfinnur Ólafsson, Skúli Thoroddsen og Hersteinn Pálsson.
 5. Vel mælt A - Guðmundur Sigurðsson, sem kom við sögu í mörgum þáttum Sveins tekur fyrir vísur frá hlustendum og svarar fyrir hönd þáttarins.
 6. Brúðkaupsferðin - Þáttur með þessu heiti var einn af allra vinsælustu útvarpsþáttum Sveins. Opinberlega trúlofað kærustupar átti að svara nokkrum hliðstæðum spurningum. Voru þau spurð sitt í hvoru lagi án þess að vita um svör mótaðilans. Kom þá margt spaugilegt fram.
 7. Rímnasnillingarnir B - Aftur eru þeir Guðmundur Sigurðsson, Helgi Sæmundsson og Karl Ísfeld á ferðinni í þessari hressilegu hljóðritun, sem fram fór á Akureyri.
 8. Hver talar? B - í þessum þætti vakti Magnús Túliníus furðu með þekkingu sinni á bílnúmerum og bílum. Margir útvarpshlustendur trúðu vart sínum eigin eyrum, en minni Magnúsar varðandi þessa sérgrein hans varð ekki véfengt.
 9. Óskin hennar - Hér er á ferðinni atriði, sem var fastur liður í þættinum Brúðkaupsferðin. Unnustan (og þá einnig unnustinn) átti að óska sér einhvers og snillingar þáttarins síðan að reyna að komast að því í tilteknum spurningafjölda hver óskin væri.
 10. Vel mælt B - Hér lætur Thorolf Smith gamminn geysa eins og honum einum var lagið, en einnig heyrist lítillega til Bjarna Guðmundssonar.
 11. Vogum vinnur, vogum tapar B - Síðara atriðið úr þessum vinsæla þætti Sveins. Þórunn Guðmundsson hefur ekki mikið fyrir því að svara hinum erfiðustu spurningum úr Eddukvæðum.Textar við myndir á framhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Efsta mynd á framhlið. Rímsnillingarnir og Sveinn Ásgeirsson. Frá v. Helgi Sæmundsson, Guðmundur Sigurðsson, Sveinn Ágeirsson, Steinn Steinarr og Karl Ísfeld.

Miðmynd á framhlið. Spurningasnillingarnir og Sveinn. Frá v. Skúli Thoroddsen, Friðfinnur Ólafsson, Haraldur Á. Sigurðsson, Sveinn Ásgeirsson og Hersteinn Pálsson.

Neðsta mynd á framhlið. Annar hópur spurninga-snillinga. Frá v. Helgi Sæmundsson, Friðfinnur Ólafsson, Sigurður Magnússon, Sigurður Ólason og Indriði G. Þorsteinsson.