Fara í innihald

Kaldbakshorn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaldbakshorn á Ströndum

Kaldbakshorn er 508 m hátt fjall sem gnæfir yfir Kaldbaksvík á Ströndum. Fremst í fjallinu er þverhníptur hamar sem nær út að sjó. Framarlega í hamrinum er lóðrétt gjá sem er kölluð Svansgjá. Sagt er að Svanur á Svanshóli hafi sést ganga þar í fjallið þegar hann fórst við fiskveiðar undan Kaldbaksvík. Einnig er sagt að úr gjánni liggi göng undir fjallgarðinn að Svanshóli í Bjarnarfirði.