Kaldbakshorn
Útlit
Kaldbakshorn | |
---|---|
Hæð | 508 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Kaldrananeshreppur |
Hnit | 65°51′24″N 21°19′23″V / 65.8567°N 21.3231°V |
breyta upplýsingum |
Kaldbakshorn er 508 m hátt fjall sem gnæfir yfir Kaldbaksvík á Ströndum. Fremst í fjallinu er þverhníptur hamar sem nær út að sjó. Framarlega í hamrinum er lóðrétt gjá sem er kölluð Svansgjá. Sagt er að Svanur á Svanshóli hafi sést ganga þar í fjallið þegar hann fórst við fiskveiðar undan Kaldbaksvík. Einnig er sagt að úr gjánni liggi göng undir fjallgarðinn að Svanshóli í Bjarnarfirði.