Fara í innihald

Svamlað í söltum sjó

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Svamlað í söltum sjó (franska: Le repaire de la murène) eftir höfundinn og teiknarann Franquin er níunda bókin í bókaflokknum um Sval og Val. Bókin kom út árið 1957, en sögurnar sem hún hefur að geyma birtust í teiknimyndablaðinu Sval á árunum 1954-55. Árið 1983 var hún gefin út á íslensku.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sagan hefst á því að vellríkur skipakóngur Xenófón Hamadrías efnir til samkeppni um hönnun farartækis sem geri mönnum kleift að kafa niður á 200 metra dýpi og sinna þar verkefnum. Tilgangurinn er að grafast fyrir um hvers vegna skip úr flota hans sökk skyndilega skammt frá landi með skipstjórann innanborðs.

Sveppagreifinn hefst handa við að þróa köfunarbúnað, en skemmdarvargar reyna ítrekað að stöðva vinnuna. Félagana grunar að skýringarinnar sé að leita í skipsflakinu og ákveða að rannsaka málið sjálfir. Í ljós kemur að skipstjórinn, Jón Harkan (franska: John Helena), sem kallar sig Múrenuna er sprelllifandi og hefur breytt skipsflakinu í neðansjávarmiðstöð fyrir smyglstarfsemi á Miðjarðarhafi.

Múrenan heldur Sval föngnum og ætlar að taka hann af lífi. Fyrst ákveður hann þó að prófa köfunarbúnaðinn. Þrjóturinn veit ekki að skaðlaus aukaverkun búnaðarins er sú að þeir sem hann nota verða blá- og hvítflekkóttir nema þeir fái mótefni. Svalur telur glæpamanninum trú um að þetta séu lífshættuleg sjúkdómseinkenni og hann ákveður að gefa sig fram. Síðar kemur í ljós að skipakóngurinn hafði sjálfur staðið í smygli og eru leynilegar farangursgeymslur skipsins fullar af gulli. John Helena og Hamadrías eru báðir settir í fangelsi.

Fróðleiksmolar

[breyta | breyta frumkóða]
  • John Helena kemur síðar við sögu í tveimur Svals og Vals-bókum: Sjávarborginni og Veirunni. Fyrrnefnda sagan er sjálfstætt framhald af Svamlað í söltum sjó.
  • Í sögunni upplýsist sá eiginleiki gormdýrsins að geta kafað niður á mikið dýpi án búnaðar.
  • Í baráttunni við spellvirkjana notast Svalur og Valur við tvær uppfinningar úr fyrri bókum: þyrlubakpoka úr Baráttunni um arfinn og metómól, undraefni sem bræðir málm, úr Burt með harðstjórann!

Íslensk útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]

Svamlað í söltum sjó var gefin út af Iðunni árið 1983 í íslenskri þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar. Þetta var sautjánda bókin í íslensku ritröðinni