Fara í innihald

Svalur í New York

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svalur í New York.

Svalur í New York (franska: Spirou à New-York) er 39. Svals og Vals-bókin og sú sjöunda úr penna Tome og Janry. Bókin kom út á frummálinu árið 1987 en í íslenskri þýðingu ári síðar.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Ítalska mafían í New York, undir stjórn Don Vito Cortizone, á í vök að verjast í baráttunni við kínversku mafíuna í borginni, sem hefur á sínum snærum galdramann sem kallar ógæfu yfir andstæðingana. Mafíósarnir blekkja Sval og Val til New York í þeirri von að þeim fylgi gæfa. Skömmu eftir komuna er íkornanum Pésa rænt af Kínverjunum og dragast félagarnir því inn í átök glæpaflokkanna.

Svalur og Valur fallast á að brjótast inn í höfðustöðvar kínversku mafíunnar með hjálp loftbelgs í von um að endurheimta Pésa. Eftir æsileg átök sleppa Svalur, Valur og Pési, en loftbelgurinn springur í loft upp með Don Cortizone og Mandaríninn, leiðtoga Kínverjanna, innanborðs.

Fróðleiksmolar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Þótt Don Cortizone virtist bíða bana undir lok bókarinnar, átti hann eftir að snúa aftur í þremur bókum til viðbótar.
  • Peyo, höfundur teiknimyndasagnanna um Strumpana, kemur fyrir snemma í bókinni í hlutverki manns sem tapar öllu sínu í kauphöllinni.

Íslensk útgáfa

[breyta | breyta frumkóða]

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Bjarna Fr. Karlssonar á vegum Iðunnar árið 1988. Þetta var 25. bókin í íslensku ritröðinni.

  • Splint & Co. 1984-1987. Forlaget Zoom. 2016. ISBN 978-87-93244-15-3.
  • De Blieck Jr., Augie „Spirou & Fantasio v2: “In New York”“, Pipelinecomics, 28. september 2017.