Svörtu hattarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Svörtu hattarnir er þriðja bók Frosks útgáfu um um Sval og Val og kom út árið 2014. Hún hefur að geyma þrjár sögur eftir Franquin. Eina úr fyrstu opinberu Svals og Vals-bókinni, Quatre aventures de Spirou et Fantasio og tvær sem áður höfðu komið út á íslensku í bókinni Í klandri hjá kúrekum.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Svalur á Litlupattaeyju (franska: Spirou chez les Pygmées) segir frá því þegar Svalur verður á vegi hlébarða og tekur hann heim í íbúðina sína. Eftir ýmis vandræði tekst að hafa upp á eigandanum, sem er skringilegur landkönnuður. Sá býður Sval og Val með sér til eyju úti fyrir ströndum Afríku.

Þeim er tekið með kostum og kynjum af ættbálki skógardverga sem eru dökkbrúnir á hörund. Eftir ýmsar kyndugar uppákomur kemur í ljós að á eyjunni er óvinaættbálkur með svartan hörundslit og eiga hóparnir í stöðugum erjum. Reynist illur hvítur þrælapískari bera ábyrgð á árásargirni svarta ættbálksins. Svalur og Valur uppgötva að hinir svörtu eru í raun með sama húðlit og hinir, bara skítugri. Þeir stinga öllum í bað og friður kemst á og hvíti þrjóturinn fær sína refsingu.

Titilsagan Svörtu hattarnir (Les chapeaux noirs) segir frá ferð Svals og Vals til Bandaríkjanna til að kynna sér lífið í Villta vestrinu og skrifa um það blaðagrein. Þegar þangað er komið minnir fátt á hina æsilegu kúrekatíma. Ríkmannlegur maður hvetu þá til að fara til Tombstone, þar sem gömlu kúrekagildin lifa góðu lífi.

Í ljós kemur að bærinn er nákvæmlega eins og staðalmyndir Villta vestursins með byssubófum og einvígum. Félagarnir hika við að beita byssunum en virðast þó alltaf hitta í mark. Að lokum kemur sá ríkmannlegi og upplýsir að þorpið sé leikmynd fyrir kvikmynd, að púðurskot hafi verið í byssunum en meistaraskytta fylgt þeim á eftir og hitt í mark á laun. Allir skemmta sér vel yfir þessu, en bregður í brún þegar uppgötvast að vopnin voru í raun hlaðin raunverulegum kúlum.

Laumuspil við landamærin (Mystère à la frontière) segir frá viðureign Svals og Vals við hugmyndaríkara smyglara á landamærum Belgíu og Frakklands. Smyglararnir hafa komið miklu magni af skringilegu en hættulitlu eiturlyfi milli landanna. Félagarnir verða ekki síður að eyða tímanum í að þræta við hrokafullan lögreglustjóra sem vill ekkert hafa með aðstoð þeirra að gera.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Mikill munur er á prentgæðum Svörtu hattanna og Í klandri hjá kúrekum. Litirnir í síðarnefndu útgáfunni voru mun daufari og myndirnar óeðlilega teygðar, þar sem sögurnar voru með fjórar myndaraðir á síðu. Í Svörtu höttunum eru allir litir mun tærari og sögurnar prentaðar með fimm myndarömmum á blaðsíðu.
  • Þótt bókin heiti eftir miðjusögunni, er Svalur á Litlupattaeyju lengsta sagan í bókinni með nærri helming af heildarsíðufjöldanum.
  • Í upphafi bókar er stuttur sögukafli sem gerir grein fyrir sögu og þróun Svals og Vals-sagnanna 1949-1950.

Útgáfuupplýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Svörtu hattarnir var gefnir út af Froski útgáfu árið 2015. Jean Antoine Posocco, eigandi útgáfunnar, sá um uppsetningu og handskrift. Auður S. Arndal er skráð fyrir íslenskri þýðingu.