Sunna Angelíka
Sunna Angelíka er persóna í norsku bókaseríunni Sagan um Ísfólkið eftir Margit Sandemo. Sunna birtist fyrst sem aukapersóna í bókinni Álagafjötrar árið 1982. Hún birtist síðar sem aðalpersóna í bókinni Hyldýpið sem kom út sama ár.
Sunna er einn af þeim sem verða fyrir áhrifum af bölvun hins illa forföður fjölskyldunnar, Þengli hinum illa. Þengill seldi sál sína til myrkaflana fyrir gríðarlegan mátt, skiptin fólu í sér að einn einstaklingur af hverri kynslóð afkomenda hans skyldi fæddur til að þjóna hinu illa. Auðkenni þeirra væru gul augu sem minntu á kött og einstakt illt innræti.
Sunna Angelíka fannst munaðarlaus þegar hún var aðeins 2 ára, þar sem hún grét yfir líki móður sinnar, Sunnevu eldri af ætt Íslfólksins. Fundarmaður hennar og seinna uppalandi var Silja Arngrímsdóttir. Sunna var ein af þeim þjáðust illa af fjölskyldubölvun forföðusins, en finnur samt góðmennsku í hjarta sínu þegar hún stendur frammi fyrir því að þurfa að hjálpa ættingjum sínum.