Sundmannakláði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Útbrot og bólur (sundmannakláði) sem koma fram eftir að vaðið er í vatni.

Sundmannakláði eða cercarial dermatitis eru ofnæmisviðbrögð  í húð manna sem hafa sýkst af sundlirfum fuglablóðagða. Lirfur ná að smjúga í gegnum húðina og myndast kláðabóla eftir hverja lirfu sem nær að smjúga í gegnum húðina. Sundmannakláði er algengur í ferskvatni og í sjávarvistkerfum um allan heim. Þessi sýking virðist ekki hafa varanleg áhrif á fólk og eru gefin ofnæmislyf við einkennum.

Lífsferill sníkjudýrs sem veldur sundmannakláða. Önd er lokahýsill en vatnabobbi millihýsill.

Sundmannakláði á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fimm tegundir slíkra sundlirfa hafa fundist á Íslandi. Þær lifa allar á lirfustigi í vatnabobba en fullorðnar í andfuglum. Síðsumars 2003 fengu þúsundir baðgesta í Landmannalaugum sundmannakláða. Sundmannakláði hefur einnig komið fram hjá þeim sem vaðið hafa í tjörninni Sýkið fyrir neðan Deildartunguhver og Botnsvatni við Húsavík. Sundmannakláði var fyrst staðfestur á Íslandi 1997 en þá fengu börn kláðabólur eftir að hafa vaðið í tjörn Fjölskyldugarðsins í Laugardal.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]