Fuglablóðagða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lífsferill sníkjudýrs sem veldur sundmannakláða. Önd er lokahýsill en vatnabobbi millihýsill.

Fuglablóðagða er sníkjudýr af ættinni Schistosomatidae sem tilheyra flatormum (Digenea). Lífsferill þeirra er flókinn og er vatnasnigill millihýsill en fugl lokahýsill. Á fullorðinstigi lifa fuglablóðögður inn í bláæðum fugla annað hvort við aftasta hluta meltingarvegar (iðraögður) eða í nefholi (nasaögður). Á lirfustigi er dýrið bifhærð lirfa (miracidia) sem borar sig inn í vatnasnigill og umbreytist í móðurgróhirslu sem framleiða mikið af dótturgróhirslum en í þeim verða til sundlirfur (ceracaria). Sundlirfurnar geta synt í einn til tvo daga og leitað um fugl sem er lokahýsill og komist inn í hann og umbreytast þá í ormlaga flökkustig (schistosomulae). Flatormurinn þroskast svo á nokkrum vikum í kynþroska blóðögðu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]