Sundhöll Hafnarfjarðar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sundhöll Hafnarfjarðar er yfirbyggð 25 m sundlaug í Hafnarfirði á því svæði sem nefnt er Krosseyrarmalir.

Bygging sundlaugarinnar hófst árið 1940 en verkið tafðist vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Byggingu hennar var lokið árið 1943 og var sundlaugin formlega opnuð sunnudaginn 29. ágúst 1943. Þá hét hún einfaldlega Sundlaug Hafnarfjarðar. Sundlaugin var þá sjósundlaug, sjónum var dælt úr hafinu með rafmagnsdælu, hann hitaður með kolabrennslu og hreinsaður í hreinsitækjum áður en honum var dælt í laugina. Hafist var handa við að byggja yfir sundlaugina árið 1947 og lauk því verki 1953. Þá var hætt að nota sjó sem upphitaður var með kolum og þess í stað vatn notað sem var hitað með rafmagnsmótorum.

Arkitekt sundlaugarinnar var Guðjón Samúelsson.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]