Sula (sveitarfélag)
Útlit
Sula er sveitarfélag í Mæri og Raumsdalur í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 9.547 (2022).
Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Langevåg. Sveitarfélagið Sula er hluti af Álasundssvæðinu sem myndar samþætt búsetu- og vinnusvæði með u.þ.b. 90.000 íbúa.
Sveitarfélagið Sula er staðsett á eyjunni Sula og er umkringt sveitarfélögunum Álasund, Giske, Hareid og Ørsta.